Tuesday, May 09, 2006

Sælir eru einfaldir...

...segjum við systurnar stundum þegar við ræðum viðbrögð okkar við hinum og þessum uppákomunum. Við eigum það nefninlega sameiginlegt að búast yfirleitt við því besta, í hvaða aðstæðum sem eru og pæla ekki einusinni í öðrum möguleikum.
Þetta hefur fylgt mér soldið í lífinu og má þar nefna:
-Þegar ég var harðákveðin að fara að sjá Eivorina mína keppa í handbolta, klukkutíma eftir að ég var keyrð niður fótgangandi á Kringlumýrarbrautinni
-Djamm og handboltaferðina á Akureyri, með ML, daginn eftir að ég lét taka úr mér háls-og nefkirtlana
-Raddlausi kennarinn (ég) í nýju vinnunni minni viku eftir að ég lét taka úr mér skjaldkirtilinn og var kölluð Skrámur í mánuð
-Ferðina upp á Snæfellsjökul með hækjur og spelku frá nára og niður á kálfa
...og svo verð ég víst að viðurkenna að það kom dáldið aftan að mér í dag, þegar ég, hjálmlaus brunaði niður Kringlumýrarbrautina á hjólinu mínu og hélt að lífið léki við mig, þegar býfluga á stærð við skógarþröst sogaðist í fésið á mér í aðstreyminu og small á augntönninni, svo ekki munaði nema sentimetrum að hún endaði í kokinu á mér. Ég riðaði til og var næstum búin að missa stjórn á fáknum, rak annan fótinn í stéttina og greip svo í tré...

...töff

Vonandi drapst helvítið

8 comments:

Anonymous said...

Hahaha, til helvítis með allar býflugur, geitunga og hinar flugurnar! Þú ert einstök:)
Alma Ýr

Dilja said...

hahahahahhaha sé þig alveg fyrir mér í snípsíðupilsinu á hjólinu, sönglandi e-n fallegan lagstúf (rokklinga)

Rannveig said...

hahahaha.. ef bloggið þitt bjargar ekki geðheilsunni í prófunum :)
Er tíður gestur á bloggið...komin tími til að kvitta fyrir sig :)
Rannveig Huldusystir

Anonymous said...

Þú ert náttúrulega bara einstök og langflottust :)
Verð á íslandinu frá 5 - 17 júní og þá er eins gott að við náum að hittast.

eivor

irusvirus said...

Hahahaha.
Þú ert svo ógissliga fyndin Matta.
Hahahahaha :D

xxx said...

Hahahah tu ert ædi!!

Anonymous said...

Þú ert snillingur Matta mín! Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og það kemur manni endalaust í gott skap. kveðja Dröfn

Anonymous said...

Hæ Matta mín!
Kíki oft á síðuna þína og fannst tími til kominn að kvitta fyrir mig. Fyndnara blogg er vart að finna og kemur manni í gott skap. Ég sé þig alveg fyrir mér á hjólinu og sérstaklega eftir á þegar hláturinn hefur bergmálað um hverfið.
Fanney