Wednesday, October 18, 2006

Veit einhver

hvað þýðir að vera með böggum hildar??
Þar til ég fæ þýðinguna ætla ég að reyna að koma þessu orðatiltæki fyrir í tali mínu hvenær sem þess er kostur!

P.s einn töff fréttamaður sagði handvömm í sjöfréttunum í gær (ég er stolt af þér Hési minn :)

3 comments:

Anonymous said...

Ég prófaði að googla "böggum hildar" og þetta er þvílíkt mikið notað, er þetta í tísku núna? Ég veit samt ekkert hvað þetta þýðir:)

Anonymous said...

Hrikalega er ég ánægð með að geta farið að tísta úr hlátri yfir tölvuskjánum aftur. Þar sem ég hef ekki kunnað mig hingað til ákvað ég að kvitta. Þú ert alveg frábær penni esskan gaman að fylgjast með þér.
og að vera með böggum hildar þýðir að vera ókátur og bara ekki hress. Það er víst viða smart að nota þetta núna.
Bið að heilsa þínum og skilaðu stuðningskveðju til systunnar í kosningaslagnum.

knús úr gamalli sveit
Sigga Hrönn

ps. væri gaman að taka annan hitting með hinum Ölfus túttunum þar sem þú mættir ekki síðast. Set þetta í nefnd.

Gulli said...

Þýðir að vera með böggum hildar í alvörunni að vera leiður? Héðinn hélt að þetta tengdist stríði...