Monday, October 23, 2006

There is a crack in my wall


Þegar ég gekk út úr KBbanka í fyrra, mörgum peningum fátækari, datt mér ekki í hug að það yrði minn bani. Eða þeas það sem ég keypti fyrir þennan pening er að drepa mig. Hér fyrir utan eru pólskir iðnaðarmenn öllum stundum (og þá meina ég öllum stundum) að bora, pússa og saga. Já þeir eru á samning að gera bara e-h sem heyrist hátt í!
Það er hreinlega eins og þeir geri ekki ráð fyrir að fólk (ég) þarf sinn svefn á daginn. Arndís og Ási sem búa hér hjá mér þessa dagana, eru svefnlaus á næturvöktum því kyrrlátara er að leggja sig á umferðareyju á Miklubrautinni en inní svefnherbergi á Laugarnesveginum!
Pabbi kíkti við í dag, settist inní stofu og við þurftum að kallast á þó við sætum hlið við hlið! Hann tilkynnti fljótlega að hann ætlaði ekki að vera lengi í heimsókn.
Hlésin mín tók eftir sprungu eftir endilöngum stofuveggnum sem læddi sér áfram með stigmagnandi hávaða að utan. Jább allt lítur út fyrir að blokkin mín verði nokkuð vel pússuð og fín að utan, en allar líkur eru á því að hún innihaldi svefnlaust fólk með bauga og sprungna veggi að innan!

1 comment:

Anonymous said...

Mwahahaha, þú átt í alvöru eftir að drepa mig einn daginn! Mér líður samt eins og einhver hafi reynt að drepa mig, allavega keyrt yfir lappirnar og mjaðmirnar á mér - ég er gömul. Saknaði ykkar í dag, hlakka til að hitta þig á morgun. amlA