Wednesday, October 25, 2006

Hann Valdi koppasali...


...náði ekki upp á nef sér (enda vænn sultardropi á nefi hans) þegar hann komst að því í dag, að stundum notaði ég hjólkoppa úr Öskjuhlíðinni í föndur. "Ffffffföööndur".. voru viðbrögð hans og hann hrækti orðinu útúr sér (sultardropinn small í mölina við fætur mér). Samviskubitið hríslaðist um mig og ég lofaði sjálfri mér að safna þeim heillegu hjólkoppum sem á vegi mínum verða í framtíðinni og bæta í safnið hans Valda. Valdi vinur minn sagði að fólk væri eiginlega hætt að koma til hans, og nánast enginn hringdi núorðið. Hann er þó búinn að setja upp stórt skilti við veginn með símanúmerinu sínu (svo leit hann á símann svona til að tékka hvort væri nokkuð missed call síðan hann tékkaði síðast). Að lokum spurði hann mig hvort ég hefði nokkuð hent einhverntíman hjólkopp frá árinu 1950, hvort ég hefði gaman að fornbílum, sest upp í slíkan bíl eða þekkti e-h sem hefði áhuga á gömlum bílum, en áður en ég náði að svara, strunsaði hann í burtu, ákveðinn í að eyða ekki fleiri orðum í manneskju sem notar stundum hjólkoppa í föndur...FFFFFÖÖNDUR (hnuss)!

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert svo skemmtilegur penni, svoo fyndin:-)

Anonymous said...

Gleymdi mér aðeins...
Kveðja, Bryndís

Anonymous said...

Þú ert fyndnust í heimi ;o)

Heiða

irusvirus said...

Jebb. Sammála fólkinu að ofan.
En ffföööndur Matta mín. Hvað í *** ertu að föndra úr hjólkoppum?