Jæja lömbin mín! Þar sem ég hef ekki bloggað síðan í fyrra er sennilega tími til kominn að ég gefi frá mér lífsmark. Þegar þetta er skrifað er ég í sveitinni hjá Ragnhildi syss, í 5. skiptið á mánuði og hef hugsað mér að vera hér eins lengi og ég get. Eins og við var að búast getur (og hefur) margt gerst á mánuði í jólafríi námsmanns og því ætla ég að punkta niður það allra helsta. Sumt var skemmtilegt, annað síðra og sumt sennilega alveg gleymt og grafið.
Í Vík voru:
-jólaljós
-vodkatollur
-matarveisla
-hattar
-rosalega skemmtilegt fólk
-kossar og knús
-sumir sem ég hef ekki hitt lengi
-söngur
-sleifar
-alka seltzer
Jólin:
-m&p, Þráinn, Æsa og Katla Þöll
-tap á rauðvínsflösku í spilakeppni við fjölskylduna
-tók ég (af hálf illri nauðsyn) ástfóstri við náttföt sem ég á
-fékk ég dvd spilara, bleika 8 cm háa hæla, skartgripi, myndir, geisladiska og margt fleira
-snæddi ég matvæli sem gætu mett meðal stóran ættbálk í Afríku
-táraðist ég yfir afleiðingum flóðbylgjunnar
-las ég 5 spennusögur og ýtti skólabókunum enn lengra undir skrifborðið með tánni í leiðinni
-fylltist ég brjálæðislegri hamingju og leið alveg rosalega vel
-fengum við Hlédís fullorðinsbleyju á Lansanum til að nota í jólakortamyndir og ég keypti glimmervængi í sama tilgangi
-sendi ég ekki eitt einasta jólakort því ég er enn að bíða eftir að komast í myndatökuna
Áramótin:
-fyrstu án fjölskyldunnar
-bústaður í Gnúpverjahreppi með Ásdísi, Hlédísi, Héðni, Þóri og Gulla
-ýttum við Hlédís og Þórir bíl upp flughála brekku í brjáluðu veðri (tókst ekki)
-hoppuðum við inn í nýja árið og ég óskaði mér (sama óskin og sl 3 áramót...virðist ekkert vera að rætast)
-hljóp ég á sundbolnum í kringum húsið með Þóri og Gulla og öskraði "komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, veri þeir sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu"...enginn álfur né huldumaður lét sjá sig eftir það!
-flaug lítill fugl fram hjá heitum potti í Gnúpverjahreppi og er hann einn til frásagnar um það sem þar gerðist!
-hló ég að áramótaskaupinu
-snæddi ég frábæran mat með frábærum vinum
Eftir jól:
-hitti Þórhildi Warringtonbúa, sem er að flytja til Ástralíu
-fór ég í göngutúr með Ásdísi í mannhæðar snjó en var þreyttari í málbeininu en fótunum þegar ég kom heim nokkrum klst seinna
-sá Í takt við tímann og hló
-skrapaði ég Dillí mína upp á Vegamótum og við tjösluðum saman sjálfsvirðingu hennar með einu handtaki
-fór ég á fullorðinsball á Sögu (ekki gerst síðan ég var gemlingur,að reyna að vera fullorðin)
-hef ég heyrt stelpu neita að dansa við strák á þeim forsendum að hún hafi ekki vogað sér að dansa síðan eiginmaður hennar lést á dansgólfinu forðum daga...
-kviðið jafn mikið fyrir því og ég hlakka til að fara út í byrjun feb.
...og margt margt fleira!
4 comments:
-hef ég ekki heimsótt braga vin minn sem saknar mín
-hef ég ekki hitt eivor og lúkas sem langar rosalega að hitta mig
Sheeeee`s alive!!!
hlakka til ad fá tig hjemme til DK:)
p.s. ég veit smá hvad vidgekkst í heitapottinum;) hehehehe
Matilda
Takk molarnir mínir fyrir að fylgjast með mér og hugsa til mín. Bragi, við sjáumst SKO á laugardaginn. Eivor, ég ætla að prófa að hringja í Drápuhlíðina við fyrsta tækifæri, hitta ykkur Lúkas og knúsa í kaf. Matthildur (Mattan mín), ég kem í byrjun febrúar, sennilega illa vængbrotin og þá áttu sko eftir að fá nóg af mér...get ekki beðið eftir að sjá þig aftur yndið mitt, svalla soldið, kjafta og brenna jólaspiki í spriklinu á Vesturgötunni...kannski skellum við okkur svo í ljós, við erum ótrúlega góðar í því!!!
Post a Comment