...nánar tiltekið 23. desember 2001, keyrði ég bíl móður minnar vestur á land, með Arndísi frábæru frænku mér við hlið. Ástæðan var sú að ég þurfti að koma lifandi jólagjöf til þriggja ára frænku minnar sem býr á sveitabæ fyrir vestan.
Í aftursæti bílsins var stór krukka, sandur, postulínsbátur, plasttré og dæla. Þegar við vorum rétt ókomnar á leiðarenda, blöstu við mér kunnugleg blá, blikkandi ljós...aaarg, hugsaði ég, ekki aaaftur...! Bensínfóturinn hafði sigið eftir því sem nær dró takmarkinu og ég varð spenntari að hitta litlu frænku og fjölskylduna alla. Löggan gekk að glugganum mín megin og sá mig þar sitja arga á svipinn, en þó með jólaskapsívafi (því erfitt er að þurrka alveg út jólasvip jólabarns eins og mér, á Þorláksmessu), og Arndísi í framsætinu með stóran plastpoka, fullan af vatni með 2 gullfiskum í, öðrum svörtum og hinum hvítum og appelsínugulum. Þegar lögreglan var nýbúin að láta mig skrifa undir plagg, sem hafði af mér 7500 kr, og ég var lögð aftur af stað, hringdi síminn. Það var Gísli mágur minn sem vildi bara vara mig við löggunni sem væri að mæla bíla við tiltekinn bæ...(REALLY).
Þegar ég hafði gefið gullmolanum mínum gullfiskana, fengu þeir hin frumlegu nöfn Bátur (í höfuðið á bátnum í glerkúlunni) og Kolla (var með svartan blett á kollinum). Þeir áttu eftir að gleðja marga, sérstaklega lítil sveitabörn sem vildu halda á þeim eins og litlum hvolpum.
Ég var fjarverandi þegar Bátur lést, var sennilega í Reykjavík að kenna og gat ekki heldur verið viðstödd útför hans. Nú eru liðin rúmlega 3 ár síðan kvöldið góða þegar ég kom með fiskana og ég var heldur betur viðstödd dauða Kollu.
Það hófst fyrir 3 dögum. Hún lá á bakinu og tálknin gengu upp og niður. Ég rauk inn í eldhús og sagði Gísla tíðindin á ensku, voða hrædd um að fréttin um dauðastríðið kæmi illa við viðkvæm börn. Eftir langa íhugsun settist ég svo niður með (nú tæplega) 7 ára frænku minni og 2 ára frænda og sagði þeim með alvöru í svip og með grátklökkum rómi að nú væri Kolla okkar að deyja og fara til himna. Björk litla leit á mig eins og ég væri sú sem ekkert veit og sagði "nú æ æ, en hún deyr ekki alveg fyrr en eftir 3 daga, Bátur lá líka svona öfugur áður en hann dó", svo snéri hún sér að öðrum hlutum. Jökull litli hló bara og benti á öfugan fiskinn, enda ekki nema eðlilegt að hann skilji ekki alvöru málsins.
Þrem dögum seinna (sem sagt í dag) dó Kolla. Ég fékk það í gegn að hún Kolla okkar fengi sómasamlega útför (minnug gamalla daga, þegar Pétur, litla hornsílið hans Þráins bróður dó, þá var hann settur í stóra 2.l mjólkurfernu og svo fór fram löng útför úti í garði þar sem við jarðsungum hann bæði, smíðuðum krossa og fórum með bænir).
Nú skreyttum við Björk spilastokk úr plasti með glimmerlitum, skrifuðum fæðingardag (svona ca allavega) og dánardag Kollu og lögðum hana svo í bómull. Ég fékk mig ekki til þess að reyna að loka augunum á líkinu, en við signdum yfir kistunni og skelltum henni svo í frystinn!..ekki heppilegasti árstíminn fyrir greftranir.
Þetta atvik kenndi mér, að börn í sveit líta á dauðan sem mun sjálfsagðari hluta lífsins en þau sem þekkja hann lítið og hræðast hann.
4 comments:
Ææææ tú ert svo mikid krúúútt:)
ég hefdi átt ad kalla til séra Møttu tegar fiskarnir mínir dóu. Teir dóu frekar tragedíum dauda. Módir mín ættladi sér ad skipta um vatn í búrinu, hún setur vatn í blómavøkva kønnu og byrjar ad hella nýtt vatn í búrid.. eeeen thar sem hún var frekar nýlega búin ad vera med blómaáburd í kønnunni og gleymt ad skola úr henni blandadist eitrid vid nýja vattnid og koll af kolli flutu fiskarnir mínir upp á yfirbordid, frekar sorglegt!! en samt samt pissa ég næstum í mig úr hlátri tegar ég huxa um thad.. ooog í sømu viku dó kisan okkar v.rottueiturs sem hún nældi sér í úti og páfagaukurinn dó úr leidindum. Og thad er ekki lýgi...
Matthildur
Þú hefðir kannski getað dílað við Þórð Frey til að kreista loftið úr fisknum. Annars lifði sá sem flaut svona lengi eftir að hann byrjaði á þessu. kallast þetta ekki sundmagi? held að pabbi Ásdísar hafi sagt það.
þórhildur
Vid Matta sitjum herna og vorum ad hrosast yfir thessum dugnadi hja ther i bloggskrifum undanfarid! Ertu semsagt i ritgerdaskrifum???;););)
hvenær kemurru....... kv. slefan mjúlovits
Post a Comment