Wednesday, February 02, 2005

í 41 klukkutíma samfleytt...

...hef ég nú verið vakandi. Ég ligg nú uppí rúminu mínu í Árósum eftir laaangt og strangt ferðalag og get ekki sofnað því ég er búin að vaka yfir mig.
Ég á alltaf erfitt með að rífa mig upp með rótum og fara eitthvað en það er samt ýmislegt gott sem kemur út úr því ef vel er að gáð. T.d eru allir svo rosalega góðir og almennilegir við mann þegar brottförin nálgast.
Dæmi:
-Yndislega mamman mín bauð mér í nudd...ÆÐI, það eina sem skyggði á það var að þegar nuddarinn (sem var ungur maður) var að nudda á mér bakið, beið ég alltaf eftir að hann myndi kyssa mig á milli herðablaðanna...HVAÐ ER ÞAÐ! Hann var með andlitið svo nálægt bakinu á mér (ekkert perralega samt) að mér hefði fundist fullkomlega eðlilegt ef hann hefði smellt á mig einum í leiðinni..Er þetta eitthvað sem við eigum að ræða frekar,eða...!
-Afinn minn stillti sig um að stinga mig af, vegna þess að ég var að fara. Þetta krefst útskýringa: Við afi förum stundum að fá okkur frískt loft, hann keyrir um á rafmagnsbíl (ill nauðsyn eftir heilablóðfall) og ég geng. Nánast undantekningalaust gefur hann í svo ég þarf að hlaupa við fót til að hafa við honum. En af því að ég var að fara aftur til Danmerkur, silaðist hann áfram á mínum hraða og reyndi ekki einusinni að koma í kapp.
-Sumir kreista fram tár þegar kemur að kveðjustund svo manni finnst maður smá ómissandi (ætla sko ekki að nefna nein nöfn hérna elsku Helga mín)
-Fólk reynir ekkert mikið að draga úr fjarðlægðum þegar ég segi með dramantískum hætti að nú sé ég að fara yfir höfin sjö..!
-Ég fékk óvænt myndaalbúm og falleg orð með mér í töskuna
-Fáir láta í ljós hneykslun sína yfir því að ég skyldi fatta, daginn áður en ég fór út, að ég ætti ekki að byrja í skólanum fyrr en í lok feb...!

Svo er líka svo gott að koma aftur út.
Dæmi:
-Héðinn og Kiddi tóku fagnandi á móti mér í Köben í dag. Eftir að ég var búin að prófa öll átta símanúmerin sem eiga að tilheyra DanmerkurHéðni í símanum mínum, komst ég að því að fæst þeirra voru rétt (komst upp um þig Hési minn) en með seiglu (flettum þessu orði upp næst ezku Kiddi) tókst mér að hafa upp á honum og fá heimkomuknús. Við borðuðum & bjórsötruðumst á þvottabarnum, pössuðum poka (í pokum erum við bezt),gengum um og vældum af hlátri þannig að hið slappa og sárþreytta andlit mitt fékk í sig nokkurs konar líf á ný.
-Diljá og Matt(hildur)a ætla að knúsa mig bráðum (vonandi á morgun)
-Hrabban mín og co eru búin að bjóða mér í mat á morgun
-Ég get ekki beðið eftir að sjá Evu og Ástu aftur eftir allt of langan tíma
-Mér skilst að það sé strandpartý framundan
-Fersk og gljáandi 9.sería af Friends bíður við dvd spilarann...!

Jább, við Danmörk erum sameinaðar á ný!

9 comments:

Anonymous said...

Jeiiiiiiii velkomin til DK!!!!!

gaman ad fá tig og hlakka endalaust mikid til ad hitta tig.. svo djaaaaaaam á føst;)

kv Matthildur

Anonymous said...

Ekki láta þetta skítapakk þarna í danmörku draga þig með á djammið. Mundu að þú ert þarna til að læra, ekki drekka.
Þinn vinur
Bragi

Dilja said...

skítapakk svarar:
djöfull skulum við djamma af okkur rallan hinn sæta og netta alla helgina!
andstæðurnar er þemað!

ströndin á fös
og svið og pungar á lau...
lókal og glóbal
þú og ég

farðu að vakna hlussan þín, ég er að bíða eftir að sjá þig, klukkan er orðin 14!!!

Matta said...

Hahahah... þið eruð öll svo æðisleg og stödd í sitt hvoru landinu, ekki skrítið að ég viti ekki hvar ég vilji vera!
Bragi minn, þú veist að námið er nr.1 (eins og dæmin sýndu þegar ég var með djammdagsetningar á hreinu, en skikaði tæpum mánuði þegar ég reyndi að rifja upp hvenær ég átti að byrja í skólanum).
Ágætis byrjun...

Anonymous said...

Usss. Ég sé að þú ert í afleitum félagskap þarna úti. Beibí, its a væld vörld. þú verður að velja þér förunauta af mikilli umhyggju. Mundu, ef vinur þinn býður þér á djammið, þá er hann ekki vinur þinn.
Bragi, sannur vinur.

Anonymous said...

mar er bara light módgadur að sé ekki linkur á mann! Eftir mar er buinn að drífa sig á fætur á óguðlegum tímum og dröslast med thig i eftirdragi um gervalla köbenhavn!! =)

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir said...

Velkomin út aftur eskan mín og vid verdum endilega ad fara ad hittast. Thú tharft ad kíkja í heimsókn á nýja stadinn eda ég á thann gamla ;) Heyrumst eskan mín !!

Anonymous said...

vertu margblessunnarlega ofbodslega velkomin til okkar ástkærra árósa..... get ekki bedid eftir ad hitta thig.... endilega førum ad neglum tíma... kv. dr. slefan mjúlovits

Anonymous said...

skæl..... :,(
Helga