Tuesday, November 15, 2005

Stelpuhelgi

Fyrir fullorðið barn eins og mig, er alveg frábært að hafa tvær afsakanir fyrir því að:
-fara í hringekjuna í Húsdýragarðinum
-öskra úr mér lungun í Öskurtröllinu
-hoppa í rúminu með ís í annarri og nammi í hinni
-fara á Litla kjúllan í bíó
-setja á mig glimmer og fléttur áður en ég fer á videóleiguna
-perla
-mála með glerlitum á skálar
-sulla froðu um alla veggi á baðherberginu
-byrja og enda daginn á nammi
-kasta brauði í endurnar
-búa til hús úr teppum og sængum
-spila lúdó
-vaka frameftir og lifa eins og það sé enginn morgundagur

þessar tvær afsakanir eru uppáhalds frænkur mínar Björk og Katla Þöll sem héldu hina árlegu stelpuhelgi okkar hátíðlega í Möttukoti um helgina

Það er ekkert slor að vera fullorðið barn!

3 comments:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Þú lifir allt of spennandi lífi fyrir mig. Ég verð því miður að hætta að lesa þetta blogg. Farðu svo að hafa samband beyglan þín.

Bragi

Thorhildur said...

Njóttu þess meðan þú getur. Bráðum verða þær vaxnar upp úr þessu og þá hefur þú enga til að leika við