Wednesday, November 09, 2005

Þráinn

er maðurinn sem leyndist við hvert horn til að bregða mér á árunum ca '84-´94
er maðurinn sem hélt í höndina á mér til að ég gæti sofnað eftir að hafa horft á Matlock
er maðurinn sem ég slóst við í bílnum hennar mömmu fyrir utan kaupfélagið í Hveragerði...hann var frammí og ég afturí
er maðurinn sem fékk naglaspítu í rassinn eftir að hafa klifrað upp á spítnahrúgu til að ná í boltann sem ég kastaði þangað
er maðurinn sem suðaði í mér að koma í gannislag, þrátt fyrir að ég vældi alltaf eins og hæna og klagaði á endanum í mömmu
er maðurinn sem hefur aldrei sent tölvupóst
er maðurinn sem bað mig að halda á dóttur sinni undir skírn
er maðurinn sem ég setti fyrstan á speed dial
er maðurinn sem parketlagði, málaði, boraði, smíðaði, lakkaði og pússaði íbúðina mína hátt og lágt
er maðurinn sem er núna í þessum skrifuðu orðum að setja upp fyrir mig gardínur og hillur

takk Þráinn

9 comments:

Héðinn said...

Matta og Matlock... Hvort er Thrainn idnadarmadurinn tinn eda tviburabrodir?

Matta said...

Matlock hræddi mig allavega meira en Þráinn, þrátt fyrir bregðutímabilið...og já, ég er löngu hætt að greina á milli þess hvort hann sé iðnaðarmaðurinn minn eða bróðir
Raunir einhleyprar konu ;)

Anonymous said...

úff! ég bjóst einhvern veginn( en vonaði samt ekki )að þessi upptalning hjá þér ætti eftir að enda á að hann hefði kvatt þennan heim eða eitthvað slíkt, var farin að fölna!!!´Hjúkk!!!!þetta byrjaði svo eins og minningargrein

Anonymous said...

Hann er madurinn sem ropadi framan i mig pulsufylu i rutu. Mer verdur i alvorunni enntha flokurt vid tilhugsunina.

Anonymous said...

Hvernig í ósköpunum fer hann að því að setja upp hillur og gardínur í einu?

Bragi

Anonymous said...

hann er líka maðurinn sem :

- ég boxaði við í gegnum alla mína æsku
- ég hékk í hárinu á (þegar hann var með sítt) og hann hélt að það væri bara amma að dáðst að krullunum... phahaha
- sletti einni matskeið af skyri beint í andlitið á mér þvert yfir matarborðið, en gerði svo allt til að hugga mig þegar leit út fyrir að ég tæki þessu ekki þegandi og hljóðalaust (ég man ekki eftir þessu, var svo lítil)
- hvíslaði því að mér að hann væri að verða pabbi, áður en hann sagði hinum í húsinu það
- krotaði skegg á mig upp í bústað í vetur þar sem ég svaf svefni hinna réttlátu :)
- mér þykir rosalega vænt um, soldið eins og stóri bró

-hlé

Anonymous said...

Ekki má gleyma því að:
hann er einnig maðurinn sem hljóp allsber 400 metrana á Laugardagsvellinum eitt fallegt föstudagskvöld....
hann er einn söluhæsti díler á ML frá stofnun skólans

Varð bara að koma einhverju krassandi að, þetta var að verða allt of væmið :)
kv
Eyjó

Anonymous said...

Já, Dröfn mér fannst þetta líka hljóma soldið eins og minningargrein...og já Eyjó þetta var slatti væmið, ég var að reyna að forðast bitran sannleikann (er hrædd um að 400 metrarnir verði of sjónrænir fyrir mér ef ég blogga um þá;)
Bragi: Þráinn minn getur allt, meir að segja sett upp gardínur og hillur í einu (og ég sem get ekki einusinni sett upp gardínur, eins og frægt er orðið :-/ )

Matta

Anonymous said...

Sammála Eyjólfi.

Þráinn er líka maðurinn sem reif teyjuna úr hárinu þegar hann var orðinn fullur.

Þráinn er líka maðurinn sem drapst i flæðarmálinu á Benidorm eitt fallegt sumarkvöld 1998.

Þráinn er einfaldlega maðurinn!!!!