...stokkið upp eina hæð í hverju skrefi.
Á þessa staðreynd rak ég mig á föstudagsnóttina þegar ég var nýkomin heim og búin að hreiðra um mig í stofusófanum með ís (já nú eru allir dagar ísdagar). Það var dinglað (og bjallan festist inni eins og vanalega). Ég gekk fram, viss um að þetta væri Arndísin mín sem hefði gefist upp á djamminu eins og ég (jább, eins og ég þekkti hana frænku mína ekki neitt!). Ég ýtti á takkann á dyrasímanum og opnaði svo hurðina á íbúðinni minni. Bjóst við að sjá glitta í dökkan koll á leið upp stigann, en í staðin stóð dökkklæddur Gulli beint fyrir framan dyrnar...
Það má segja að ég hafi alveg misst kúlið, andlitið og hjartsláttinn á því andartaki, og úr fagurmótuðum raddböndum mínum spratt út hást öskur, sjitt hvað mér brá...
Langaði bara að deila því með ykkur elzkurnar, hversu ó svo hættulegu lífi ég lifi!!
2 comments:
á ystu nöf
Ha ha - þú lætur ekki fylgja sögunni að ég var svo snöggur upp stigann að ég náði að borða frá þér ísinn?
Post a Comment