er komið hjá Mattheu!
Í dag kláraðist skólinn í Öskjuhlíðinni og á morgun er sumarfrí-dagurinn minn. Á mánudaginn byrja ég svo í sumarvinnunni..þar til skólinn byrjar aftur í ágúst. Jább, þetta sumar verður frábrugðið þeim síðustu að því leiti að ég verð að vinna alla virka daga og því verður hvítvínsþamb á Austurvelli aðeins að eiga sér stað um helgar!
Á seinustu vikum hef ég verið að reyna að höndla lífsgleðina sem magnaðist við einangrunina og lýsir það sér helst í miðbæjarrölti og almennum látum. Um síðustu helgi fór ég í sveitasæluna til syss og fjölskyldu og náði í froskana mína í leiðinni. Eftir að hafa skellt mér í sund með fólkinu mínu, tvær nætur í röð, rifum við frænkurnar okkur upp á rassgatinu einn morguninn (við Hlés mín), lögðumst undir feld í brúðarsvítu Langaholts og létum dáleiða okkur. Þar fengum við þau fyrirmæli að týna upp fallegt blóm af beði og sveifla því svo yfir einhverjum sem hefði gert okkur eitthvað í æsku.. mjög eðlilegt alveg!
Veit ekki hvort það kemur dáleiðslunni við en síðan þetta átti sér stað, hef ég ekki getað hætt að hugsa um það hvort það sé tilviljun að hún Joð mín hafi bara fermst með rauðhærðu fólki!
Síðan ég bloggaði síðast er hún Hildur mín orðin frú.
Fjörið stóð langt fram á nótt og þetta var allt endalaust gaman. Takk fyrir mig!
Á morgun er stefnan svo tekin á sólina, hvar sem hún nú verður. Við Hlédís, Alma, Gulli, Tóti og Magga..og bara þeir sem vilja koma með ætlum að keyra út í buskann, tjalda og raula útileguvísur fram á morgun!
Víííí...
2 comments:
ahahahhahaha.....fermdist J bara med raudhærdum? Man bara ekki eftir thvi. Tilviljun? Tja..madur spyr sig.
Það er sól hérna - komið
Post a Comment