Tuesday, July 29, 2008

Grímur Gunnarsson

Síðan ég bloggaði síðast hefur nýr fjölskyldumeðlimur bæst í hópinn. Hefur honum verið ætlað það hlutverk að veiða mýs og brosa og vera sætur þess á milli. Hans framtíðarheimili er á Grímslæk og hlaut hann því hið frumlega nafn, Grímur!
Þó hann sé ekki mikið eldri en mjólkin í ísskápnum mínum, hefur honum alveg tekist að gera hundafríkið mig, að kattakonu.
Hann er æði!!!
Eftir matarboð í vesturbænum í kvöld, rúntuðum við Gunni að Gróttu. Rómantíska kattakonan, ég, átti von á samræðum um ástina, lífið og tilveruna; að minn kæri myndi halla sér að mér og hafa orð á því hversu vel ég passaði við hið magnaða sólarlag... Þegar við vorum sest á stein við sjóinn og ég fann að á þessari stundu fengi ég svar við spurningunni um tilgang lífsins, opnaði Gunnsi skoltin og ruddi út úr sér þessar mjöög svo órómantísku setningu: "Í dag, þegar ég var í golfi, gleypti ég flugu, hún festist í hálsinum á mér og stakk mig!"
Ooog í þeim töluðu orðum var Bára komin í bleyti og mæjónesan orðin gul ;)
Rómantíkurbaninn Gunni

5 comments:

Anonymous said...

Matthea Sigurðardóttir. Þú ert óborganleg.
Fínar tennur á Gunna. Á hann nasaháraklippur eða er hann bara svona vel heppnaður í nefinu?

Ást og rómantík frá vetraríkinu í Cairns.

Anonymous said...

Hahahahaha hehehehe, ég hló lengi lengi eftir símatalið rétt eftir þessa rómantísku stund...:) Þið eruð bara æði,
Alma Ýr

Anonymous said...

Ohhh þessar dúllur (kærastar) koma manni sífellt á óvart!! Gotta love'em ;)

iris said...

Hlæ hlæ hlæ!!!

kiss kiss kiss Íris.

Anonymous said...

phahahahahhahahahahahha elska ykkur!!!!!

-hlé