Monday, March 13, 2006

"Ég var aldrei send í sveit"...

..var boðskapur menningarnæturgjörnings Diljáar vinkonu minnar fyrir rúmu ári síðan. Nú er svo komið að ég þarf að senda syni mína í sveit. Já, þeir Hrollaugur Bósi og Jónas annar munu yfirgefa öryggi heimilis síns (fara að vísu með búrið með sér) um páskana og verða í pössun hjá móðursystur sinni og fjölskyldu. Ástæðan er sú, að ég þarf að leggjast inn á spítala og geislavirkja mig aðeins upp!
Læknarnir mínir vilja fullvissa sig um að allt kvikt sé dautt í hálsinum á mér og telja þann kost skástan að loka mig af inni í einangrunartjaldi á sjúkrastofu og láta mig gleypa geislajoðpillur til að ég lýsi í myrkri. Stökkbreytingum verður vonandi haldið í lágmarki en í ljósi heppni minnar undanfarin ár, má ég alveg eins eiga von á því að vakna með brjóst á enninu ;)
Ég má ekki taka lyf í mánuð fyrir innlögnina, og vildi læknirinn meina að síðari 2 vikurnar gætu orðið soldið erfiðar...
Þannig að, góðir hálsar (ég telst nú seint til þess hóps), í páskafríinu verð ég sennilega með bjúg, munnþurrk og skapsveiplur sem gætu mælst á jarðskjálftamælum í verstu hviðunum! Allt sem ég segi eða geri á þessu tímabili má alls ekki nota gegn mér :)

4 comments:

Anonymous said...

Þetta fer allt vel ezkan mín :)

Luv, Una

Anonymous said...

Hæ Matta mín. Ég sendi þér góða strauma frá Akureyri.´
Ragna Sif

Anonymous said...

góðir hálsar...phahahaha ég pant stela þessum ;)

matta ég held að við ættum öll að fara ég , þú, hrollaugur bósi og jónas II !!!

þú læknast til öryggis, forvarnarstarf hjá mér og froskarnir verða sjálflýsandi... ekkert smá töhöff að eiga sjálflýsandi froska!!

hlakka til að sjá þig eftir próf ezk !!!!

knússsssss
-hlé

Anonymous said...

Þetta fer allt vel, svo er líka svo gaman að vera á spítala-fullt af hressu fólki og myndarlegum læknum, svo við gleymum nú ekki góða matnum:) knús í krús, amlA