Wednesday, March 15, 2006

Útgeislun

Vá hver er kaldhæðnin í því að rekast á gamla ókunnuga konu í búð sem segir að maður hafi útgeislun og frétta svo daginn eftir að maður þurfi í geislajoðmeðferð þar sem maður er í einangrun sökum geislavirkni, verður að fletta bókum með hönskum og má ekki koma nær fólki en 2 m... ætli sú gamla sé skyggn!

Að vera með vatnshöfuð og munnþurrk er líka kaldhæðið!

4 comments:

Dilja said...

Matta ég sé þig fyrir mér með svona kemíska gula áru, í hvítum (sexy eða...) EIGN ÞVOTTAHÚSS SPÍTALANA nærfötum... Ótrúlega spes sjón.

Ég er að hugsa um að kaupa handa þér e-a gjöf og láta senda þér inní einangrun...Svona my way of visit, óversís... ekkert smá kreatíft!

Anonymous said...

elsku matta!
gangi þér vel í geislavirkninni, mun huxa til þín :)
en, veistu, ég veit hvaða kona þetta var sem þú hittir í kjörbúðinni, hún heitir þorbjörg og segir einmitt mikið: "ekki er hægt að gefa úr tómum pokanum" og "af skemmdu tré kemur skemmdur ávöxtur" og aðra kryptíska spádóma, hún er alveg mögnuð, var alltaf að hringja upp í vinnu á tímabili, hleypti stemmingu á kontórinn!
en ég trúúúúi því ekki að það hafi verið matarboð á hringó án mín, snökt! lífið heldur svona vægðarlaust áfram...

ást og sakn,
ólöf

Anonymous said...

Elsku dóttir.
Við hugsum til þín og vitum að þú átt eftir að standa þig eins og hetja.. Þú átt svo að koma í eftirmeðferð til Árósa og láta okkur hugsa um þig. Risa stórt knús
Hrabba fóstra, Viktor fóstri og Viktoría litla systir..

Anonymous said...

Matta. Af tilefni þessar aukameðferðar þá er ég að spá í að gefa þér þessa plötu í afmælisgjöf

http://www.skifan.is/Skifan/Music/product.aspx?SKU=IT147