Tuesday, January 30, 2007

Gott að þú sleist þetta krabbamein úr þér...

...sagði Katlan mín litla við mig í símann áðan. Einhver hefur verið að upplýsa hana um ástæður þess að ég gæti ekki verið í Reykjakoti núna og knúsa alla krakkana "mína" sem eru í pössun hjá ömmu og afa. Katla málar nefninlega svo einfalda mynd af heiminum og mér finnst það frábært! "Einu sinni var kúla í hálsinum á Möttu frænku, en nú er búið að slíta hana burt" segir hún eins og ekkert væri sjálfsagðara...enda er ekkert sjálfsagðara :)
Helsta breytingin frá því ég var hérna síðast er sú að nú hef ég ekkert að skrifa um :( Þetta er allt svo ótrúlega svipað og síðast, enda sama ferlið.
Hver nennir að lesa pistla eins og;
-"ég teygði höndina fram og kom við eitthvað hart og ávalt. Ég þuklaði á því góða stund...júbb þetta var þá gulrótin sem átti síðar eftir að rata beint í munn mér"..
-eða-
-"eftir að hafa velt þessu fyrir mér allnokkuð og lagt fyrir nefnd sem samanstóð af mér einni og yfirgefinni, ákvað ég að Lost væri málið, að Heroes þyrfti að bíða betri tíma fyrst RUV og Skjáreinn gátu ekki séð sóma sinn í að hafa sinn hvorn sýningartímann á þessum frábæru þáttum"...
Niiiii, enginn nennir að lesa svona eitthvað. En þó get ég upplýst ykkur um það, að áðan fékk ég að taka inn skjaldkirtilshormónin mín í fyrsta sinn síðan á jóladag og það urðu svo sannarlega fagnaðarfundir. Ég brosti til þessara gleðipilla, blikkaði þær og gleypti svo með bestu lyst! Og gott ef hjartað fór ekki að slá örlítið í kjölfarið.
Gunni minn kom áðan í heimsókn til mín. Hann stóð fyrir utan gluggann minn í gott korter og spjallaði við mig á meðan ég teygaði að mér andrúmsloft hinna frjálsu (tíhíhí) Næst þegar hann kemur ætlar hann að kasta upp til mín Subway, vííí!
-Í gær átti ég frábært msn-spjall við Héðinn, Ásdísi og Hlédísi. Við erum öll stödd í sitt hvoru landinu að gera ólíka hluti. Héðinn er á leið til Oslóar í dag og fer svo á ráðstefnu fréttamanna um ESB til Brussel. Ég var að skora á hann að blogga um það, en hans dagsönnu rök fyrir hinu gagnstæða voru að hver nennti svo sem að lesa skrjáfaþurrt blogg um ráðstefnu um ESB. Við komum þá með þá tillögu að það yrði skemmtilegt blogg ef hann skrifaði á smámælsku. "Ráðþtefna um EEþþBé átti þjér þtað hér í Bruþþel"..haahaha
Næst blogga ég þegar e-h ótrúlega spennandi gerist, eins og þegar í ljós kemur hvort ég fæ mér epla-eða appelsínusafa með flatkökunni minni...ekki fara langt, spennandi blogg framundan ;)

4 comments:

Gulli said...

Ha ha ha ha. Fer geislavirknin með ykkur svona vel?

Anonymous said...

hehehe ég stal líka einu sinni svona eign þvotthús ríkisspítalana næríum.. en ég sló hins vegar ekki í gegn...

djööö ég skulda ennþá gjörning fyrir utan gluggan hjá þér.. sem bar nafnið "geilsavirkur andskoti"... tek hann bara hér.. læt þig vita hvernig..

ég fékk mér fallafel subway í dag.. nami namm..

risastórt knús!!!
-hlé

Anonymous said...

hlédísi, héðinn og ásdísi. takk það er ekki vert að minnast á meeeg.
grenjhildur gnístrantanna

Anonymous said...

Æ gullið mitt.. ekki þannig meint, ég talaði við aðra líka, en við vorum í svona grúppusamtali :)
Takk fyrir spjallið besta mín!
Matta