Monday, January 29, 2007

Heim, geislavirka heim!!

Hæ hó.
Ég er komin aftur á stofu 12 á deild 11E á LSP við Hringbraut. Bara gaman að því. Þegar ég var að taka mig til í morgun með það markmið að hafa allt í sem smæstu umbúðum (sem má svo henda eftir einangrunina), fattaði ég að alvöru húsmæður safna krukkum til að sulta á haustin, en ég safna krukkum til að setja krem í fyrir einangrunarvistir!!
En já, vegna þeirrar staðreyndar að ég hef komið hingað áður í sama ferli, er eins og þeir sem öllu ráða hér finnist, að ég eigi bara að kunna þetta allt. Ef ég spyr, er horft á mig eins ég sé aldargömul húsmóðir sem segist ekki kunna að sjóða kartöflur! En þetta rifjast alveg upp og núna er ég komin með Layzboy líka..ekki ónýtt það!
Áður en ég mátti fara niður á ísótópastofuna voru nokkur formsatriði sem þurfti að ganga frá, þar á meðal langur spurnigalisti. Hin indæla kona sem sá um framkvæmd spurninganna spurði svo oft hvort ég væri kvíðin að ég var farin að kvíða fyrir að næsta spurning snérist um kvíða. Alveg eins og síðast, þá var svo mikil áhersla lögð á að sjokkið kæmi seinna osfrv að ég þorði varla að segja að ég væri í meira sjokki yfir sjokktali þeirra en yfir æxlinu í hálsinum á mér!
Well þegar kom að því að fara niður, fékk ég sjokkið! Jább, innanhúsarkitektinn sem sér um fataval mitt á meðan ég ligg hérna, gleymdi alveg að gera ráð fyrir niðurþröngu föðurlandi og sokkum. Þar sem ég var í þann mund að þramma niður um hæð á spítalanum sætti ég mig nú ekki við það og BAÐ ÞVÍ UM förðurlönd (ath ekki einusinni bara í eintölu) til að hylja mesta bjúginn á ökklunum ;)
Já en þetta verður eflaust fljótt að líða og nú er ég bara að vona að iðnaðarmennirnir sem eru að gera við blokkina mína, drífa það af að skipta um glugga því ég veit margt girnilegra en að koma heim eftir 4 daga einangrun, beint í íbúð þar sem búið er að taka gluggana úr og negla fyrir gluggana!! Já ég lifi á ystu nöf ;)
Góða nótt

9 comments:

Thorhildur said...

'eg er viss um að þú ert mjög sexý í föðurlandi

Anonymous said...

Gangi þér vel Matta mín í öllu þessu barsli. Ég sendi þér batakveðjur. Hvernig væri svo að setja mynd af þér í föðurlandinu hér á síðuna?? Kveðja Dröfn

Gulli said...

Matta, mér finnst mikilvægt að þú skemmtir þér! Ég hugsa til þín

Anonymous said...

Hugsa til þín .. gangi þér vel !

Kv,
María

Dilja said...

væri til í að vera þarna með mér í góðu og huggulegu chilli í nokkra daga. Bara kjafta og horfa á video, og fá einkaþjóna með "ilmandi" matarbakka við og við.

Anonymous said...

Matta, þú ert snillingur.

Knús, Una

Anonymous said...

Gangi þér vel elsku Matta mín, flottust í heimi.

Titti og Aldís biðja að heilsa þér.

1000 kossar
Heiða breiða

Anonymous said...

Hahahaha, þú ert ótrúleg! Mér finnst þú eigir að gefa út bók. Ég myndi kaupa hana, burtséð frá því um hvað hún fjallaði!

Góðar stuð-, baráttu- og saknaðarkveðjur frá Indlandi!

Knús,

Sigrún Ósk

Anonymous said...

Elsku gull.
Maður er aldrei meira sexy en akkúrat í nærfötum merktum eign þvottahúsanna! Ég stal einmitt nokkrum nærum síðast þegar ég heimsótti þennan líka eftirsótta stað, spítalann og hef slegið í gegn eins og þú veist. Vinnan saknar þín, samt aðallega og mest ég! Knús í krús amlA