Wednesday, January 24, 2007

Launahækkun fyrir nektarmódel!!!

Þó ég hafi nú verið alklædd í þetta sinn, fannst mér eins og ég finndi til samkenndar með nektarmódelum sem þurfa að vera í sömu stellingunni í ákveðinn tíma til að málarar geti nú dregið upp allar þeirra línur...
Ég vaknaði kl átta í morgun í þeim tilgangi einum að tæma úr microlaxtúbu í óæðri enda minn! Já einusinni fannst mér verst að þurfa að vakna til vinnu, en þetta er sem sagt verra. Well þegar ég var orðin gljáfægð að innan, henti ég mér í sturtuna og var að klára sjampórútínuna þegar ég fékk sterklega á tilfinninguna að einhver væri að horfa á mig.. júbb, pólverji á svölunum sem hafði haft gott útsýni yfir "svalirnar" á mér þar sem ég beraði mig í sturtunni, hann sá nú í iljarnar á mér.. vá hvað það verður gott þegar þessar framkvæmdir á blokkinni verða búnar!
Þegar ég kom upp á spítala lagðist ég á þvengmjóan bekk og var óluð niður sem fyrr! Þar átti ég að liggja næstu 2 tímana hreifingarlaus..=samkenndin með nektarmódelunum sem mega ekki hreyfa sig í X tíma. Merkilegt hvað manni klæjar alltaf einhversstaðar þegar maður má ekki klóra sér.
Niðurstaða læknanna eftir þetta mini-geislajoðsferli mitt er sú að myndirnar úr skannanum komu ágætlega út, en blóðprufan ekki eins, svo þeir vilja loka mig aftur inni! Já, ég fer sem sagt aftur í geislajoð á mánudaginn með tilheyrandi einangrun og skemmtilegheitum.
Þetta var vissulega ekki besta niðurstaðan, en alls ekki sú versta heldur. Ég þarf bara að þrauka lyfjalaus í nokkra daga í viðbót. Er sennilega búin með tárakvótann minn (búinn að vera erfiðust seinni hluti lyfjaleysis), fólk er orðið vant úfnu konunni á göngum skólans sem hvæsir ef e-h kemur uppá og svo er auðvitað ágætt að hægt sé að nota þetta lyfjaleysi til að joða mig, ég er viss um að ég þoli annað lyfjaleysisferli í bráð ;)
Ég verð inni fram á fimmtudag og svo í geislandi afslöppun hér heima fram yfir fyrstu helgina í feb. Svvoooo byrjar líf mitt á ný og ó, hvað ég hlakka til!!
Ef einhver góður lesandi hér veit um bók sem nauðsynlegt er að lesa þegar maður hefur tíma, þigg ég með þökkum ábendingar, því þarna hef ég tíma og ekki væri verra að geta drepið hann með lestri góðra bóka!!
Óver end át!

11 comments:

Thorhildur said...

Ekki lesa: Norwegian Wood, Life of Pi, neinar bækur eftir Ólaf Jóhann,

Lesa: Lína Langsokkur, Elíasbækur Auðar Haralds, Biblíuna (átt annars aldrei eftir að gera það), Góðar matreiðslubækur og skrifa niður allar hollar, góðar og sérlega einfaldar uppskriftir sem meir að segja þú getur gert og boðið okkur í mat, Tinnabækurnar og skrifa niður öll blótsyrði Kolbeins Kafteins og stefna að því að nota þau í fyrstu viku frelsisins.

Annars er hér eitt ráð ef þú vaknar í vondu skapi. Það kemur undan rifjum Dags Inga 8 ára. Segðu með fýlurödd: Ég ætla að bölva í allan dag. Þá líður þér reglulega vel en gætir reyndar farið að vaxa Lákaskott. Ég hef verið minnt á að ég á mitt eigið blogg og ætti að fá munnræpu þar frekar. Gott að heyra í þér áðan, þykir óendanlega vænt um þig. Knús og kossar.

Anonymous said...

Elsku Mattan mín - sendi þér baráttukveðjur í þessu veseni og erfiði hjá þér - þú ert bara hetja!!

Gæti lánað þér afar merk hagfræði rit og skýrslur til að lesa hmmm. Á líka ágætir safn af spennu reyfurum (eins og allar bækur John Grisham og Dan Brown) og ýmsar aðrar svipaðar obboslega menningarlegar bókmenntir hehe. Svo er hér til ágætis dvd safn ef þú villt eyða tímanum þannig .... fullt af menningu þar eins og seríur af Grey´s Anatomy og svona ..... Myndi með bros á vör skutla einhverju til þín ef eitthvað af þessu gæti stytt þér stundir :)

Gangi þér svo bara sem bestast í þessu elskan mín - hugsa mikið til þín

Anonymous said...

Gangi þér rosalega vel elsku besta Matta mín. Hugsa til þín.

Anonymous said...

röntgen straumar frá fjárhúsum, gangi þér úbervel kona, þú stendur þig rosalega vel.... vá þú ert hetja.... kveðja eva og pési

Anonymous said...

Hæ elsku Matta!

Vonandi gengur þetta allt vel. Ég mæli með Flugdrekahlauparanum og eða Viltu vinna milljarð.

k-punktur-i-punktur-s-punktur-s-punktur!

Íris

Anonymous said...

Hæ elsku Matta. Gangi þér sem allra allra best. Þú massar þetta!!

Annars mæli ég sterklega með þessum bókum til lestrar:

Viltu vinna milljarð
Hugarfjötrar

...er að lesa bók núna sem lofar svooo góðu og mæli líka með henni þó ég sé ekki búin með hana. Hún heitir Leitin að tilgangi lífsins og er eftir Viktor E. Frankl. ekki þessi týpíska good for nothing sjálfshjálpar bók heldur mjög upplýsandi og skemmtileg frásögn.

Baráttukveðjur frá mér og Lalla.

Anonymous said...

Þú verður að lesa eitthvað sem fær þig til að hlæja. Verst að Þórhildur systir getur ekki lánað þér læknabrandarabókina sem hún á í Ástralíu... ekki glæpasögur... ástarsögur, já svei mér... las eina í sumar og kynlífssenan tók 14 blaðsíður þar sem HANN var að reyna fá HANA til að sofa EKKI hjá sér og HANN var með smokk á hermannabúningnum til þess að sækja vatn... ótrúlega fyndin bók... skal láta þig vita ef mér dettur eitthvað í hug. Eyrún

Anonymous said...

Hér er linkur fyrir þig Matta mín .. þú ættir að geta fundið þér eitthvað til að glápa á...

http://tv.peekvid.com/

Herra Þóri said...

Bækur eru bara fyrir homma og stelpur Matta mín, það veistu. Bíómyndirnar eftir þeim eru líka alltaf betri, það vita allir. Sjónvarpsgláp er málið.

Stórt knús úr Danallandi.
Kjáninn

Anonymous said...

Gangi þér vel Matta mín. Það var gaman að hitta þig um daginn. Láttu þér batna fljótt.
Fanney

Anonymous said...

sooooldið seint.. en Grey´s Anatomy er klárlega málið.. það eru komnar 3-4 seríur og ég uppgvötvaði þetta ekki fyrr en það voru komnar 2 ... það drap alveg allavega 4 daga hjá mér.. alveg óvart.. datt bara út frá þætti 1 í fyrstu seríu og fram á síðasta þátt í 2 seríu.


RISAKNÚS
-hlé