Friday, November 26, 2004

Jólahlaðborð

Ég er að stelast aðeins frá núna, er í julefrokost á vistinni minni og oh my god!
Ég lenti við hliðina á Klaus, sem deilir með mér ísskáp (algjörlega gagnslausar upplýsingar fyrir ykkur, veit það). Við fórum að spjalla svona eins og maður gerir þegar maður þekkir ekki neinn og hann fór að segja mér hvaða gæludýr hann átti þegar hann var lítill! Hvað er það! Ég veit ekki hvað hann er að læra, hvaðan hann er eða hvað hann er gamall, en ég veit að hann átti hrút sem hét svartur (hann var svartur) svín sem hét svartur (það var líka svart) og kött sem hét svart/hvítur (hvernig haldiði að hann hafi verið á litinn...) jább, hann þurfti alltaf að segja mér hvernig dýrin voru á litinn, eins og ég hafi ekki fattað það á nöfnunum...(ok, ég vil ekki nein ljóskukomment í tengslum við þetta)
jæja, það er allt að verða vitlaust þarna niðri. Frír bar, fullt af mat og ég hangi bara í tölvunni!!!

2 comments:

Anonymous said...

hehehe, Klaus er fyndin...

irusvirus said...

Já Matta mín. Þetta snýst allt saman um að hafa húmor fyrir skrýtna fólkinu í Danaveldi. Klaus er ekki einn!
DURURURUUUUUUUMMMMMM