Wednesday, November 10, 2004

Århus á miðvikudegi

Á sunnudagskvöldið fóru Íris og Héðinn heim, í dag fór Hlédís en ég hef Arndísina mína hjá mér ennþá sem betur fer. Það er samt alltaf skrítið þegar e-h fer.
Við frænkurnar fórum með strætó á lestarstöðina og þar sem ég bý rétt hjá tyrkjahverfinu í Brabrand er oft margt um innflytjendur í strætóum. Fimm strákar á tvítugsaldri æddu inn í strætóinn á einni stoppistöðinni og létu eins og þeir ættu svæðið. Þeir fóru að tala við okkur og þegar við sýndum þeim ekki áhuga og nenntum ekki að svara nærgöngulum spurningum, fóru þeir að kalla okkur öllum illum nöfnum og hrækja á okkur. Við létum þá í okkur heyra og ýttum einum niður í sætið þegar hann ætlaði að rjúka á okkur. Gamall maður sem sat á milli okkar og strákanna, horfði afsakandi á okkur með tárin í augunum. Eftir að við fórum úr strætó, eltu þeir okkur í smá stund, en hættu því svo sem betur fer. Ég er ekki hissa á að strætóbílstjórarnir neiti algjörlega að hafa afskipti af farþegunum. Sumir reykja í strætóunum, slást og láta illa. Ég þoli ekki svona, ég er að borga offjár í skóla og sit á löngum fyrirlestrum um þennan innflytjendavanda dana, er með harðsperrur af því að taka endalaust upp hanskann fyrir þá, og þarf svo að berjast við að dæma ekki allan hópinn af endalausum vitleysingum. Úfff.
Við Arndís fórum í mat til Diljáar eftir að Hlédís fór. Takk og aftur takk elsku Diljá mín fyrir það, rosa gott og skemmtilegar umræður.
Á morgun er það matur hjá Matthildi minni og Stulla og svo skellum við Arndís okkur til Köben að hitta Hésann okkar og þar verður líka Diljá.
Takk fyrir!

6 comments:

Dilja said...

takk sömuleiðis tjéllingar:)
skemmtilegar umræður: kannski meira svona einræða mín hahah!
ég afsaka munnræpuna í mér....

hlakka til að sjá ykkur um helgina

ps. kl er 10 og ég er ennþá heima, ætla að mæta eftir hádegi.
Svo er ég komin í mætingar og matarátak!!!!

Kamilla said...

Ég átti heima í Brabrand! Fínt pleis það. Bjó við hliðina á City Vest á Hejredalskollegiet. Daginn áður en ég flutti þangað var einmitt eitthvað gengjastríð í gangi og strætó hætti barasta að ganga þangað. Herlegheitin komust á forsíðu B.T. og fékk ég plakat af forsíðunni í innflutningsgjöf. Já, maður hefur lifað tímana tvenna;-)

Anonymous said...

ahahaha æii thetta er øruglega thad eina sem tessir aumingja drengir lifa fyrir... Vera i sinni litlu kliku og syna øllum hvad teir eru miklir tøffarar, svo er oft lumbrad a teim heima og nidurlægingin i hamarki.. Thannig ekki skritid ad thetta lid hagi ser sona...
En er eg samt innilega sammala ter Matta min.. Thetta suckar!!!

Og eg sem sjalf olst upp med triljon utlendugum og vanrdadakrøkkum i einu erfidasta hverfi i nordurlønduunum.. Ekki skritid ad eg er sona skritin..
hahaha;)

Kv Matta-hildur

www.blog.central.is/mattapattamus

irusvirus said...

Hæ elsku Matta og takk fyrir frábæra helgi í Árósum.
Oj oj. Mér fannst einmitt útlensku strákarnir í stætó vera full sorglegir.
Hlakka rosalega til að fá ykkur til Köben. Ætla meira að segja að baka handa ykkur súkkulaðiköku. Svo opnar jólatívolíið á morgun. Jibbí, gaman gaman.

Anonymous said...

mikid ad pæla ad koma med til køben!!!

matthildur

Matta said...

Váá hvað við Arndís hlökkum til... knús elsku Írisin mín og takk kærlega fyrir síðast.