Thursday, November 25, 2004

Dansi dansi dúkkan mín...

Í gær fór ég með Matthildi á danssýningu þar sem Halla og co komu, sáu og sigruðu.
Þær dönsuðu inni í boxhring og "slógust" í dansinum (...nei þetta var ekki leðjuglíma eða þannig...) rosa flott, en líka áhættusamt, enda komumst við að því seinna að eftir eina æfinguna þurfti Halla upp á slysó því hún fékk tvo putta í augað svo það komu tvær rispur á hornhimnuna. Við sötruðum rauðvín, átum osta og spjölluðum við dansarana eftir sýninguna, settumst svo aðeins inn á kaffihús á meðan við biðum eftir strætó og fórum svo bara heim.
Í dag fékk ég hælsæri á báða, sveik Matthildi um ræktarferð, hékk á netinu og hugsaði (það síðastnefnda kemur áberandi sjaldnast fyrir hjá undirritaðri)
Ég er mjög óviss um framtíðina, ekki tilbúin að verða stór
Matta

3 comments:

Gugga said...

Hæ snúlla!

Langt síðan ég hef heyrt i þér, vildi bara kasta á þig kveðju. Fúlt að missa af þér seinast. Og elsku Matta mín ekkert vera að flýta þér að verða stór, nógur tími til þess seinna.

Knús fra Köben

Anonymous said...

við deilum barnsandanum saman félagi, mér finnst barasta eins og ég sé stundum að minnka en ekki stækka......ég á allaveganna ekki enþá tjaldvagn eða barnavagn og hvað þá fellihýsi..... og er með heljarinnar línskuld í rassvasanum.....og elska eurokortið mitt meira en nokkuð annað...var einhver að tala um að vera fullorðin..hehemmm.....but i don´t give a fuck.......hlakka til að sjá kvenndið... kveðjur úr parkinum..... slefan mjúlovits.....

Anonymous said...

jæja þá er sendingin komin í póst... vonandi berst hún til þín fyrir heimför.
Ætti að vera að læra núna ennn... vá hvað er auðvelt að gera bara eitthvað allt annað. Allt verður svo ótrúlega "must" að gerast akkúrat núna en ekki þegar prófin eru búin!!!

KnÚs íRis frÆnkulíuS