Saturday, November 20, 2004

Síðan síðast hef ég séð:

-Karlsvagninn
-gamlan mann í strætó, æla smá eftir heiftarlegt hóstakast
-5 kassa af bjór, bongótrommur, jurtir og fótboltaspil í partýi í rosalegri íbúð
-það allra heilagasta á Emil í Kaos Pilot eftir að hafa gengið inn á hann á klósettinu
-fulla konu, öskra svo á dauðhrætt barnið sitt, að minnstu munaði að ég tæki það í faðminn og hlypi með það í burtu
-hvað það er gaman að syngja með Viktoríu á leiðinni á leikskólann
-rosalega þægt, lítið afmælisbarn sem sat á Pizza Hut
-MTv verðlaunahátíðina
-og fundið hvað ég á frábæra fjölskyldu
-líkamsræktarstöðina á Vesturgötu
-að það er bara eitt hlaupabretti í ræktinni en milljón hjól (hvað er þetta með dani og hjól!!)
-heilan skóla, ærast af fögnuði eftir að skólastjórinn kom með mikilvæga tilkynningu
-hvað laun heimsins geta verið löðrandi í vanþakklæti
-hvernig hvítvínsblautar sokkabuxurnar mínar frusu við fótleggina á augnabliki
-hlýju úlpuna mína, en ákveðið svo að fara í þunnum jakka og séð eftir því allt kvöldið
-gamla þætti með Radíusbræðrum og Tvíhöfða
-gítarbúðina sem hefur að geyma framtíðar gítarinn minn
-fyrir mér hvað verður erfitt að koma framtíðar gítarnum mínum heim til Íslands þegar ég flyt
-barþjóninn minn
-hvað það er auðvelt að láta drauma sína rætast, ef maður hellir sér bara í það
-bréf sem amma mín skrifaði til mín
-rúmið mitt í hyllingum
-hendur mínar á stýri og fót minn á bensíngjöf á flottasta bílnum í danaveldi (jámm keyrði drossíuna þeirra Hröbbu og Viktors)
-að þó ég borði vini mína er ekki þar með sagt að ég þurfi að borða sjálfa mig..og í framhaldi af því ákveðið að gera tilraun nr 100 að hætta að naga neglurnar
-að harðsperrur í fótleggjum fá mann til að ganga eins og Bridget Jones í þröngum kjól
-jólagjöfina hans Jökuls frænda í blaði og ákveðið að þó ég þurfi að selja sál mína, mun ég kaupa þessa gjöf
-hvað tíminn líður algjörlega eftir skapi manns

8 comments:

Anonymous said...

Þú ert svo dugleg að búa til lista
Bragi

Matta said...

Takk Braginn minn, ég ákveð að taka þessu sem hrósi.
Þú ert yndi

Dilja said...

hlédís viltu ekki bara fara að nota þíns eigins blogg???

Matta said...

Fésí mín, þú ert svo yndislega skemmtilegur penni. Elska þig svooooooooooona mikið (vá viltu byrja með mér áður en ég fer að grenja ;)
Knús

Anonymous said...

Matta, ég vona að þú hafir ekki grisjað jurtirnar of grimmilega.

Snjótittlingarnir í garðinum mínum eru óðir í epli. Kisinn er óður í snjótittlinga

Anonymous said...

Matta, ég vona að þú hafir ekki grisjað jurtirnar of grimmilega.

Snjótittlingarnir í garðinum mínum eru óðir í epli. Kisinn er óður í snjótittlinga.

Bragi

irusvirus said...

Hæ elsku Matta.
Mér finnst að þú ættir frekar að fara til barþjónsins þíns en Hlédísar (þótt þú sért nú líka voðalega sæt Hlédís) til að segja: ,,viltu byrja með mér!"
Gerðuðah gerðuðah!
Maður segir: ,,vil du begynde med mig" á dönsku.

Hlakka til að heyra hvernig gekk

Kyss kyss
-Irish

Matta said...

Held að þú sért hættulega nálægt sannleikanum Íris mín...