Wednesday, November 24, 2004

Dagbók

Það er orðið svo langt síðan ég heyrði í "fóstru" minni, henni Hröbbu, sem er að keppa með landsliðinu í handbolta í Póllandi, að þessi færsla verður tileinkuð henni.

Elsku Hrabba.
Til hamingju með jafnteflið..ég veit að maður spilar ekki til að vera með, maður spilar til að vinna, en þú varst markahæst og því kannski von á öðru "gullfallegu" úri eins og þú fékkst eftir frammistöðuna í Hollandi ;)
Viktoría er dugleg að borða hafragraut á morgnana og ég er ekkert búin að reyna við manninn þinn, enda kem ég yfirleitt heim eftir að hann er sofnaður og hann er farinn að vinna þegar við Viktoría vöknum...annars myndi ég pottþétt reyna við hann ;)
Hringrás reyndi að kæfa Evu, Lalla og íbúðina mína á Íslandi í reyk um daginn í stórbruna, en þau eru öll hörð af sér og sluppu með skrekkinn...spurning um að skella nokkrum hangilærum upp á vegg og nýta reykjarlyktina!
Á eftir er ég að fara að sjá frumsýninguna á dansverkinu hennar Höllu í Gran Teater með Diljá og Matthildi.
Kossar og knús
þín Matta

1 comment:

skuladottir said...

Þú ert svo mikið krútt.. Verst að ég komst varla í samband við umheiminn meðan ég var úti þannig að ég les þetta fallega bréf til mín alltof seint. Og þetta með að þú sért ekki að reyna við Viktor, hann segir nú annað... Risa knús