Monday, November 08, 2004

Líf og fjör

Smá lífsmark héðan...
Á föstudaginn kom jólabjórinn og ég drakk hann!
Á laugardaginn fórum við Arndís, Hlédís og Héðinn með leigubílstjóra dauðans, sem náði að segja okkur allt um vinnuna sína á korteri, keyra á öfugum vegarhelmingi, villast og gleyma að setja mælinn í gang. Við mættum svo allt of seint í diskópartý ársins og þurftum að semja leikrit í refsiskyni. Ég hef ekki verið með vængi og túberað hár í mörg ár, en þarna var það töff...gerviaugnhár, glimmer og pallíettubelti og málið var dautt! Fólk var flest metnaðarfullt í búningavali en minna að spá í að vera töff, þetta var með skemmtilegri skemmtunum sem ég hef farið á.
Ítalskur veitingastaður í Árósum á núna regnhlífina mína og trefilinn hennar Hlédísar.
Í dag borðaði ég kengúru og krókódíl á áströlskum veitingastað með Arndísi, Hlédísi og Diljá, en Matthildur fékk sér bara kakó því hún fékk sér cheerios í kvöld (heilög stund, fæst nefninlega ekki í Dk).
Við frænkurnar tókum Strikið með trompi og Dísirnar versluðu föt sem duga sennilega fyrir miðlungsstóran ættbálk í Afríku.
Stefnan er tekin á Köben um helgina þar sem við Arndís ætlum að fara á kostum með Héðni, Diljá ofl.
Hlédís fer á miðvikudaginn :(


6 comments:

Anonymous said...

Váááá hvað þið voru flottar í diskópartýinu... það eru sko ófáar heimasíðurnar sem hægt er að skoða magnaðar myndir af ykkur, meira að segja á barnaland.is!!! Hefði sko alveg verið til í að vera þarna með ykkur, spurning um að við höfum bara diskóþema í laufabrauðspartýinu í desember;)

Kiss kiss Íris moster

Anonymous said...

Krókódíl og kengúru??!!!???!!!! Vá... hvernig bragðaðist það???
Knús og kossar - Soffía

Anonymous said...

Hvar getur maður skoðað myndir?
Helga

Anonymous said...

ahahahah ja cheeriosid slær alltaf i gegn thegar mar er sona i ugløndum:)

kv matta-hildur

Matta said...

Kengúran var fín, Soffía mín, en krókódíllinn var soldið feitur...mér fannst meira fiski- en kjötbragð.
Helga, þú getur skoðað myndir út frá síðunum hjá Hröbbu, Matthildi og Evu Sonju (linkar frá þessari síðu) eða hjá Tinnu (Emelía Ögn á barnaland.is).

Matta said...

Íris, mér líst vel á diskólaufabrauð. Fólk nálgast hvort annað á annan hátt ef allir eru í pallíettufötum, með gerviaugnhár eða augnskugga upp á enni!