Wednesday, November 03, 2004

Útlit og orðabækur

Í gær fór ég til Diljáar þar sem hún lá á sjúkrabeði heima hjá sér og gat ekki hreyft sig. Eftir samtöl við læknanema og hjúkkur víðs vegar um heiminn, ákváðum við sjúkrahúshræddu nýju bestu vinkonurnar að skella okkur með leigubíl á skadestuen. Tvær orðabækur voru með í för..ensk og dönsk til að við gætum sagt botnlangi skammlaust. En þegar við vorum að bíða eftir leigubílnum, hvarf verkurinn og við gerðum nýtt útlit á síðuna mína í staðinn (eða Diljá aðallega)..og þurftum engar orðabækur við það.

6 comments:

Anonymous said...

ALlt annað líf þetta nýja lúkk :) Hlakka til að sjá þig í des!

Luv, Una

Héðinn said...

Líst mjøg vel á nýja útlitid... Hedinn

Matta said...

Hlédís elskan!!!
Ég er skýjum ofar hérna megin, að vera að fá ykkur. Þetta verður BARA gaman. Héðinn kynbomba verður fram á sunnudag. Glimmer, glys og diskó, það er þema laugardagsins. Jólabjór og aftur jólabjór er fyrst og fremst þema föstudagsins, og alla daga fram að jólum ;)
Ég svíf hér um á bleika gleðiskýinu mínu og get ekki beðið eftir að knúsa ykkur og kyssa.
Love´ya

Anonymous said...

enn á ný, öfund,öfund,öfund..... hvenær kemur þú annars heim um jólin?
Helga

Anonymous said...

Sæl elsku Matta mín!!
Það er gott að heyra að allt gangi vel hjá þér, maður fylgist nú með þér þarna í útlöndunm;)
Kv. Maríanna.

Anonymous said...

Æðislegt nýja útlitið :)

Knús og kossar - Soffía