Friday, October 07, 2005

Bitur reynsla

hefur kennt mér að þegar ég er bara búin að sofa í 4 klst þá á ég það til að labba á hurðir sem ég held að opnist af sjálfum sér,í opinberum stofnunum... (eru með litlu handfangi sem maður á að toga í en ég sé ekki)...mjög bitur og vandræðaleg reynsla fyrir mig, kannski ekkert sérstaklega fyrir það starfsfólk í íbúðarlánasjóði sem flissaði í barm sér.
Matta gler

7 comments:

Anonymous said...

Ég lenti einmitt í því að labba út úr háskólabíói eftir tíma í þýsku að sjálfvirk hurð opnaðist bara til hálfs og hálf kramdi okkur tvær sem ætluðum þarna að ganga út...

Anonymous said...

Fyrir nokkrum árum var ég staddur á strætóstöðinni í Mjódd. Framhliðin á þeirri byggingu er öll úr gleri.

Kona ein áttaði sig engan veginn á því hvar ganga skyldi inn því hún lét sig vaða með fullum þunga beint á glerið - Víðs fjarri sjálfvirku hurðinni.

Þessi uppákoma reddaði strætóferðinni þann daginn :)

Kolla said...

Þrumaði einu sinni á miðju hurðina í Kringlunni sem ég hélt að myndi opnast af sjálfu sér, þá voru það bara hurðirnar sitt hvoru megin við!! Frekar leiðinlegt atvik.

Anonymous said...

Hurðarblögg? Nei, held ég passi...

Anonymous said...

það er ekkert hallærislegt við að klessa á gler miðað við það að klessa á risa spegill í gamla kaupfélaginu í borgarnesi.....maður klessir einhvað svo á sjálfa sig....

svo er líka freeeekar neyðarlegt að rota sig og nefbrjóta á blakstöng í 9. bekk.....

- hlé ...hokin af reynslu :)

irusvirus said...

Ha ha ha!

Matta, þú ert fyndnasta manneskja sem ég þekki :D Vonandi að ég hitti þig um jólin.

Ég er annars meira fyrir að labba á ljósastaura.

Sigrún said...

Mér finnst nú sök sér að labba á venjulega glerhurð. En að labba á glerhurð sem er með stærðarinnar græna klessu í augnhæð, það finnst mér toppa flest annað...