Monday, October 17, 2005

Fólk

Eftir að klukkæðið gekk yfir bloggara landsins hef ég verið að velta fyrir mér leyndum hliðum á fólki, eða bara því sem maður pælir ekki í í fari fólks.
Undanfarið hef ég t.d reynt að skoða laumulega -hvort fólk smeygir almennt innkaupapokum upp á úlnliðinn á sér þegar það er að versla, eða hvort það heldur í höldin með krepptum hnefa (hef alltaf smeygt þeim á úlnliðinn...þoli ekki að vera ekki með báðar hendur lausar)
ég hef reynt að hlusta eftir því -hvort fólk hnerri almennt alltaf tvisvar í röð, hvorki meira né minna...og loki alltaf augunum þegar það hnerrar
-hvort fólk gangi rólega út um dyr á almennissalernum (ég er samt ekkert að liggja á gægjum neitt..ekkert perralegt við þessar óformlegu athuganir mínar), eða ryðjist út eins og ég geri því ég á alltaf von á því að læsast inni (einusinni fríkaði ég svo svakalega út því ég var viss um að ég væri læst inni og henti mér á hurðina, var svo byrjuð að klifra upp á klósettið og yfir vegginn þegar mér datt í hug að tékka hvort hurðin opnaðist nokkuð inn...

og ég get alveg sagt að niðurstöður þessara pælinga eru mér ekkert sérstaklega í hag !

2 comments:

Anonymous said...

Sæl ezzzkan
Takk sömuleiðis fyrir frábært spjall...þurfum endilega að endurtaka þetta sem fyrst. RISA knús frá okkur öllum hérna í útlandinu.

eivor

Anonymous said...

Hef reynt trilljón sinnum að hnerra með opin augun og það er ekki séns!! Ef einhver getur það þá má hinn sami gefa sig fram við mig...

Eva (og Lalli) ;)