Wednesday, October 19, 2005

Júlía Gúlía Guðjónsdóttir

er afmælisbarn dagsins í dag!
Júlía hefur verið hluti af lífi mínu alveg síðan við klíndum hori á hvora aðra, slefandi með bleyjur. Nú, 28 árum seinna erum við hættar með bleyjur og slefum bara við hátíðleg tækifæri.
Júlía tekur orminn í hælaskóm
Júlía sofnar þegar hún er að kenna barninu sínu að lesa
Júlía ælir þegar hún skiptir um bleyju
Júlía heldur alltaf með andstæðingnum þegar hún er að rífast
Júlía sléttir á sér hárið áður en hún fer að sofa
Júlía var einusinni með vængi og brodda og fannst það töff
Júlía hefur grætt mig oftar úr hlátri en nokkur annar
Júlía hefur læst sig úti á svölum daginn fyrir próf og hangið þar í nokkrar klst.

Júlía, til hamingju með afmælið gullmolinn minn!

6 comments:

Anonymous said...

Your blog is marvelous I'm definitely going to bookmark you! Don't miss visiting this site about football betting tip There's lots of information about football betting tip

Anonymous said...

øø ú got 2 check it out Matta ;o)

Já til hamingju Júlía.. verd nú ad segja thad, thar sem ég er nú ad commenta á akkurat thessa færslu..

En Maaaaatta...

Skoooo!! mér finnst ad tú ættir ad bóka ferd til okkar og helst næstu helgi... øømm semsagt t.d 27 eda 28 okt og leika vid okkur..

Gledi heima hjá svølu á føst eda laug kvøldid..

og tér er formlega bodid.

Deall??

Láttu tér annars lída vel..

tjú tjú

Matt- patt-hildur

Anonymous said...

innilega til hamingju með daginn júlía... þú ert algjör perla :)
-hlé

Anonymous said...

Hæ elsku Matta frænka, fyrir hönd mæðrasyss nefndarinnar vil ég þakka þér kærlega fyrir lánið á Möttukoti um helgina.Þar var sko ekki komið að kotinu tómu. Við höfðum það svo frábært og það var svo gott að sofa að ég er viss um að Helgi og Stína eru ekkert á leiðinni vestur....Enn og aftur knús og koss esskan okkar, Bára móða.

Anonymous said...

Elsku Matta mín ertu veik :(
Þín er sárt saknað !!!

Kveðja,
Árni Kristinn

Matta said...

Takk ezkurnar fyrir kommentin. Matthildur mín, váá hvað mig langar að kíkja til Dk fljótlega, sjá flottu íbúðina ykkar og skella mér með ykkur á Train, eða náttúrulega í Sing star partý til Svölu. Ég hitti systur þína sem er farin að vinna á Vegamótum...mig langar líka að hitta þig :/
Bára frænk, takk fyrir mig, ekki ónýtt að koma heim þegar móðurnar mínar eru búnar að vera, þið eruð alltaf velkomnar.
Árni: Lov jú tú!