Monday, October 04, 2004

Það þarf svo sterk bein til að vera ég...

Nú er ég að verða búin að sitja hálfan daginn fyrir framan tölvuna, reyna að finna greinar í ritgerðina mína, tala við fullt af fallegu fólki á msn og svara pósti. Anders kíkti hérna inn áðan til að athuga hvort ekki væri allt í lagi því að ég hef varla hreyft mig síðan ég vaknaði.
Í gær kíkti ég á Diljá í Vesturgötusvítuna í videógláp og almenna afslöppun og svo til Hröbbu og Viktors, þar sem ég rústaði þeim hjónum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í tveggjamannakapli. Hrabba húsmóðir bakaði svo syndsamlega góða snúða og Viktor kveikti upp í arninum (með bros á vör ;) Svo horfðum við á David Blaine og spjölluðum saman, það er rosalega erfitt að gleyma sér í sjálfsvorkunn þegar maður hefur þessi frábæru hjón...nei, Viktor ég er ekki að reyna við þig þó ég sé að hrósa ykkur :) Viktor endaði svo frábært kvöld með því að troða skeið upp í nefið á sér og sökkva tveggjakrónupening inn í hendina á sér og út um tána!
Ég fór í rosalegt Kaos pilot partý á laugardaginn þar sem töluð var við mig japanska, ég var máluð í framan með rauðum og bláum strikum og tók þátt í karókí...já yndin mín, þið lásuð rétt, ég tók þátt í karókí. Ég söng ásamt Diljá, Martinu, Peter og Höllu, Girls just wanna have fun... ég ætla ekki að segja frá viðtökum áheyrenda!
Á föstudaginn fékk ég svo að vera viðhengi í læknanemapartýinu "Læknumst 2004". Rosa gaman.
Frétti áðan að þegar Ína og Grímur voru að fara heim úr því partýi hafi þau komið að alelda húsi og brotið upp hurðina og alles. Maðurinn sem var inni í húsinu var víst fluttur meðvitundarlaus til Köben og Grímur fékk brunasár á hendina...þau voru í blöðunum í gær, ekki skrítið að ég frétti þetta í dag, ekki sú sleipasta í dönskunni.
Annars er ég farin að kaupa dönsk dagblöð og les allt sem ég get, þó ég skilji ekki allt. Er hætt í dönsku Andrésblöðunum og bifast nú við að komast á næsta stig.
Bæjó í bili þó...

3 comments:

Anonymous said...

Hey...gera læf. það er aldrei neitt að gerast hjá þér.
Bragi

Anonymous said...

Geðveikt stuð hjá þér...þú átt þér fullllt líf :)
Helga

evasonja said...

og ég hélt ad ég ætti líf og færi reglulega til íslands í afvøtnun...sei sei nei......well well...smá honey tips... mæli med vælublødum eins og sirena eda woman eda bazar... létt danska, gelgjuefni sem madur hmmmm...enthá elskar.... og nýjasta slangrid ;) ég á heilt bókasafn ezkan... hlakka til ad sjá thig på torsdag...eina breik vikunnar ha !! ;) greetings efa !!