Tuesday, October 12, 2004

Að ætla að sjarmera sjálfa sig...

...er mjög skrýtið. Það reyndi ég samt í gær.
Fólk er alltaf að tala um að það sé svo mikilvægt að finna sjálft sig og það sé hvergi betra en í útlöndum. Fólk lærir sín mörk, reynir á öll þolmörk sín og gengur yfirleitt lengra en það mundi gera í sínu venjulega umhverfi. Alltaf að takast á við nýja hluti, læra á því og stækka "þægindahringinn". Ég er að ganga í gegnum þessa sjálfsskoðun og komst að því eftir frekar stuttan tíma að mér líkar ekkert sérstaklega vel við sjálfa mig. Mér finnst ég gefast allt of fljótt upp, kem mér undan því óþægilega og á erfitt með að koma mér í gang...svona mætti lengi telja.
Ég ákvað því í gær að sættast við sjálfa mig og eiga þægilega sáttarstund með sjálfri mér. Ég eldaði góðan mat, settist inn í borðstofu, kveikti á kerti og lagði fallega á borð. Þetta var sáttarfundur Mattheu og Möttu sem hefði átt að eiga sér stað miklu fyrr. Ég var alveg tilbúin í að sjarmera sjálfa mig... það sem ég lærði hinsvegar á þessari stuttu stund með sjálfri mér, var að ég alls ekki tilbúin að gefa sjálfri mér jafn mikinn tíma og ég hef handa öðrum, því fyrr en varði, var ég komin í tölvuna, sendandi sms og lesandi blað og hundsaði sjálfa mig eins mikið og ég gat!
Þar hafiði það!

-Fréttir vikunnar eru þær að ég sé ekki fram á að getað klárað ritgerðina fyrir settan tíma, enda tekur mig laaangan tíma að lesa allar þessar dönsku bækur!
-Ég er búin að taka við Karl Jensen sem ætlar að hitta mig í vikunni og redda mér vinnu með unglingum hér í Århus!
-Mamma kemur eftir nokkra daga...veiiii
-Mamma er samt veik heima núna með lungnabólgu :(
-Helgi frændi á afmæli í dag...til hamingju ezkan mín
-Pabbi kemur heim úr golfferð á Spáni í dag
-Ég ætla að flytja í byrjun nóvember, hvert veit ég ekki
-Arndís og Hlédís eru að plana Danmerkurferð í nóvember...veiiii
-Tinna ætlar að kíkja á okkur Hröbbu í kvöld, hún býr í Horsens
-Ég ætla með Frímanni í bíó í vikunni
-Köngulær í Danmörku líta út eins og risa-hrossaflugur

Kveð að sinni!

8 comments:

evasonja said...

kalli jens er á vakt í kvøld.............

Matta said...

Takk elsku Alma, þú ert ekki sem verst sjálf ;) ... og Eva, vá hvað ég hlakka til að heyra í þér á morgun. Vona að þið Kalli eigið gott spjall...um mig :P

Úngfrúin said...

Skil ekki í því að Skrattheu hafi ekki tekist að sjarmera sjálfa sig. Hún nær að sjarmera alla aðra!

Luv, Una

Matta said...

Takk Unan mín!

BLAREFURINN said...

ok þetta er bara fyndið! af einhverjum ástæðum þá meikar ekkert sens og þetta er allt á einhverju dulmáli. er það af því að ég er á maca eða er ég ekki með í djókinu??

bara að pæla!

hópurinn er líkt og krækiberið farinn til helvítis og það er óskemmtilegt. það vantar miss Möttu til að redda almennilegu get 2gether.

miss u hunny bunny!

irusvirus said...

Ef ég væri þú hefði ég fallið fyrir sjarmanum og endað í allsherjar hláturskasti yfir rómantíska kvöldverðinum því það væri svo ótrúlega gaman... þangað til karlarnir í hvítu sloppunum dúkkuðu upp... þeir þurfa alltaf að skemma allt.

Anonymous said...

hjelo kellan min..

Hvad er ad fretta. mar er ba farin ad sakna tin:)

Hvad segiru um gott djamm eda ba einfaldann kaffi;)

kv matta

Matta said...

Já ezku Mattan mín, ég er alltaf til í að hitta þig. Rosalega langt síðan síðast. Heyri í þér á morgun.
Knús
Matta