Saturday, October 23, 2004

Laugardagur til lukku

Nú er laugardagur og það er ekkert nema gott um það að segja. Mamma kom til mín á fimmtudagskvöldið og ætlar að dvelja hjá örverpinu sínu fram á föstudag. Enn sem komið erum við í svítunni þeirra Hröbbu og Viktors, svo förum við heim til mín og ef hlutirnir fara eins og allt stefnir, þá nær hún móðir mín að hjálpa mér að flytja og gista á þriðja staðnum þessa rúmu viku sem hún verður hérna! Já, best að vera ekkert að festa rætur neins staðar, viss um að ég finni grænna gras...!

Hildur Kristín Sveinsdóttir...íþróttakennari, sjúkraþjálfari og annálaður gullmoli útskrifast frá HÍ í dag. Ef ég væri fugl, myndi ég fljúga til hennar með rauðvínsglas á bakinu og skála, en verð víst að láta nægja að hugsa fallega til þín, elsku Hildur mín og það geri ég hér með.

Vilborg Magnúsdóttir....sálfræðipía og lögreglumaður nr. 1 útskrifast frá HÍ í dag. Ég sé fram á að ekki sé nóg að hugsa bara til ykkar stelpur mínar, fjandinn hafi það...ég er farin að kaupa mér flösku!!
Knús elskurnar

1 comment:

Anonymous said...

hae matta min.
verdum ad fara ad heyrast. ertu med sima tharna? eg skal hringja i thig. er reyndar a leidinni til ameriku naesta midvikudag.
bid ad heilsa muttu. og by the way, hvenaer kynntist thu kamillu?
thorhildur