Sunday, October 31, 2004

Breyttir tímar

Nú eru breyttir tímar í orðsins fyllstu. Í nótt fórum við aftur um klukkutíma svo nú erum við bara klukkutíma á undan Íslandi. Eitt af fáu sem nú er ófrágengið eru ættleiðingarskjölin mín svo ég geti formlega verið fjölskyldumeðlimur hér hjá Hröbbu minni, Viktori og Viktoríu. Ég er sem sagt búin að vera hér meira en heima hjá mér síðustu daga. Í gær skelltu hjúin sér á tónleika og við Dísin pössuðum hvora aðra á meðan. Í dag fórum við Viktoría á leikvelli í nágrenninu, í rosa góðu veðri, sungum okkur hásar og átum ís. Nú er Viktor að kveikja upp í arninum og húsmóðirin í eldhúsinu. Stulli er að koma í mat til "okkar" (ég er næstum hætt að vera gestur hér...;) og allir í góðum fíling.
Tölvan mín er ennþá lömuð, í endurhæfingu á Íslandi, svo koma Dísirnar mínar og Hési um helgina....veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

4 comments:

evasonja said...

ezkan...jéskal redda'ðér læknisvottorði fyrir skjölin he he he...svo að formlegri ættleiðingu sé lokið.... til hamingju með nýju heimkyninn á skjaldarhæðinni....knus úr parkinum

irusvirus said...

Hej Mette
Du er så sød.
Må jeg komme på besøg sammen med Hési?
Kys og kram

-Irish Ohlesen

Matta said...

Að sjálfsögðu dúllan mín, ég er spennt að sjá ykkur.
Ef þú átt svefnpoka væri fínt að grípa hann með, við kúrum okkur fimm saman á flatsæng.
Hlakka til að sjá ykkur öll

Anonymous said...

flottar sokkabuxur !!!