Saturday, October 09, 2004

Home alone

Já, nú er sambýlismaður minn farinn heim til Íslands og hugðist ég hafa það notalegt, svona ein í kotinu. Ég fór fram í eldhús, hitaði mér kakó og smeygði mér svo í náttföt. Talaði við syss í símann en skyndilega stirðnaði ég... skelfingin speglaðist í augunum á mér þegar ég horfði á Satan, holdi klæddan með átta mjóa og loðna fætur á veggnum fyrir ofan mig. KÖNGURLÓ! Þar sem ég er ein heima reyndi á allar taugar þegar ég teygði mig í amerískt tímarit sem lá upprúllað í körfu í herberginu mínu til að senda þetta verkfæri djöfulsins (köngurlóna) til forfeðra sinna. Ég gladdist innra með mér þegar ég dúndraði tímaritinu í áttina að óskapnaðinum, því ég efaðist ekki um að ég myndi hitta. En það var nú aldeilis ekki, ég rétt náði að dangla í síðuna á óargardýrinu og svo hvarf það. Ég leitaði og leitaði að helv... köngurlónni en fann hana ekki, svo þegar þetta er skrifað hef ég á tilfinningunni að hún sé að skríða alls staðar á mér....stefnir allt í svefnlausa nótt. (hrollur)

4 comments:

Gugga said...

Úff elsku dúllan mín! Ég skil þig svo vel kóngulær eru verkfæri djöfulsins og ættu bara ekkert að vera til. Verst hvað þær eru snöggar að fela sig þegar maður er úti eftir lífi þeirra.

Hafðu það gott skvísa, knús frá Guggunni

von ölves said...

Matthea Ljónshjarta!

Anonymous said...

Sko....það er mjög gott (og hollt) að borða bara köngurlærnar.
Bragi

Anonymous said...

thad á víst ad vera mikid prótein í theim...... hressir, bætir og kætir..... greetings efa