Monday, October 18, 2004

Í Danmörku...

-rignir núna
-er ég búin að fara á fleiri handboltaleiki á mánuði en á heilu ári heima á Íslandi
-reykja allir allsstaðar
-afmannblendnaðist ég
-tala ég miklu miklu minna en á Íslandi
-horfi ég meira í kringum mig og spái í fólki
-stóð ég mig að því að hafa gaman að 10 ára gömlum strandvarðaþætti
-fer maður inn í strætóana að aftan og út að framan
-svindla næstum allir sér í strætó
-en ekki ég, því stundum kemur vörður og mér finnst alltaf að allir inni í strætónum getað verið verðir
-fór ég í mat til Tinnu minnar í Horsens og átti frábæra kvöldstund
-hef ég lært að meta tveggja daga gamalt morgunblað
-keypti ég grænan skrímsla bangsa með rana og hala handa ársgömlu barni
-er ég núna að passa húsið Hröbbu minnar og Viktors
-hef ég spreytt mig á fleiri gestaþrautum en allt mitt líf á Íslandi
-tapaði ég í backomon fyrir Hjalta
-drekk ég alls ekki jafn mikinn bjór og við var að búast
-hef ég oft næstum orðið fyrir hjóli
-býr Héðinn
-sem er ekki búinn að blogga lengi
-er ég myrkfælnari en heima
-sendi ég mitt fyrsta sms á dönsku
-en hef ekki ennþá fengið svar

-er ég og get ekki annað :)

7 comments:

Anonymous said...

tu ert svo mikid krutt...

Hvad er bloggid titt sæta?

mitt er mattyd82@hotmail.com

kv matta

Dilja said...

í danmörku:
er matta sem kommentar hjá sjalfri sér og kallar sig krúttu

hahahhahahah

Matta said...

...einmitt, svona fer einmanaleikinn með mann!
Nei kæru hálsar, þetta er yndið mitt hún Matthildur sem er að kommenta og ætla ég hér með að gefa henni (og ykkur)netfangið mitt: matta_sig@hotmail.com
takk fyrir, yfir og út

Anonymous said...

heheheheheehehe...
Ekki alveg sona slæmt vona eg:)

Matta HIN:)

(matta drøfn)

Gulli said...

Kossar til þín, sakna þín!

Anonymous said...

Sko...Matta, það mætti halda að þú værir búin að lesa bókina "Naiv Super", eða "Ofur Næfur" eftir Erlend Loe. Hún fjallar einmitt um mann sem býr til lista yfir dót. Mjög svipaða þínum listum. Þetta er mín uppáhaldsbók í öllum heiminum.
Bragi

Anonymous said...

Oh thad var líka ædi ad fá thig í heimsókn...verdum ad endurtaka thetta fljótt mín kæra...
knús Tinna