...hafa verið góðir.
Á fimmtudag: Matarboð hjá Möttu og Stulla þar sem við Arndís og Diljá fengum 3. rétta máltíð, skáluðum og spjölluðum frameftir. Skelltum okkur svo aðeins í bæinn.
Á föstudag: Fórum við Arndís til Köben. Lentum á þögla svæðinu í lestinni...áskorun!
Við komumst þó klakklaust og ótalandi frá lestinni þar sem Kevin kynbomba tók á móti okkur. Hjólhesturinn hans Kidda varð burðardýr fyrir farangur Arndísar sem tvöfaldaðist og rúmlega það við komuna til Danmerkur. Við rákumst á Birnu og Pétur á leiðinni. Þegar við höfðum öll púðrað okkur og varalitað, kíktum við í bæinn og fyrsti sem við hittum þar var Benni hinn (bremsulausi). Hann er að taka master í sálfræði. Þar sem fleiri en 2 ML-ingar koma saman, þar er stuð...en við fórum samt fljótlega heim.
Á laugardag: Var verslað. Arndís þurfti að kaupa tösku undir allan farangurinn sinn sem var að sprengja gömlu töskuna. Við smeygðum okkur inn á kaffihús til að skrifa nokkur póstkort, en skundumðum út, tveimur klukkutímum og þremur bjórum seinna, veifandi póstkorti á smámælsku (þmámælþku). Við hittum íslenskar stelpur sem við könnumst við, inni á kaffihúsinu og Arndís átti aldursspurningu dagsins!
Snædrottningin Íris bauð okkur svo í köku og jólaglögg heim til sín og Kára og Stígur vinur þeirra kom líka. Stígur er dani og þegar hann leit yfir borðið eftir kökuveisluna og sá að borðið var hlaðið bjórum af öllum stærðum og gerðum, andvarpaði hann út úr sér að hann væri greinilega í kaffiboði með íslendingum...!
Við íslendingarnir fórum svo í tívolíið sem er æðislega jólalegt og skemmtilegt núna. Við fórum í rússíbanann og svo bauð starfsfólkið okkur í annað tæki því það var búið að loka miðasölunni og okkur langaði svoooo að fara í eitt tæki í viðbót. Það var brjálæðislega gaman!
Hittum svo Diljá, Bjarka ofl á skemmtistað en kvöldið endaði með snilldartöktum Arndísar og Diljáar á Samsbar þar sem þær trylltu lýðinn með karókíútgáfu af Elvislagi.
Á sunnudag: Fór Arndís. Við Héðinn sötruðum kaffi latte í rúminu og spjölluðum fram á dag. Svo hittum við Diljá og fórum að flottasta kaffihúsið í öllum heiminum Roberts kaffee. Á leiðinni heim með lestinni horfðum við Diljá á dvd og ég var komin heim seint í gærkvöld.
Í dag: Verð ég að lesa eins og vindurinn því það er skóli á morgun.
5 comments:
flottasta kaffihus i heiminum i danmorku. eg gaeti gratid! er mitt sem sagt ekki thad flottasta? thorhildur
Gaman að heyra hvað er gaman hjá þér Matta mín. Kíki reglulega á þig. Okkur líður ýkt vel í kósý íbúðinni þinni að vanda...
Já vá hvað Robertskaffe er flott kaffihús!! Við áttum nú bara heima þarna þegar ég var síðast í DK við þurfum að koma svona stað á laggirnar á Íslandi.
Kv. Eva & Lalli biður að heilsa
Hæ hæ Matta frænkan okkar!
Íris og Arnar Hólm erum hérna í félagsmiðstöðinni okkar og undirbúa "Barnalaugina" sem verður í kvöld.
Hér er búið að snjóa massívt og mjög kalt... brrrr....
Kiss kiss og kram
Kveðja úr Hafnarfirðinu;)
-Ekki gráta Þórhildur mín, tilfinningar eru fyrir aumingja, mannstu...bara bíta á jaxlinn?
-Takk Eva mín fyrir að fylgjast með mér, ég kíki líka reglulega á ykkar síðu, kveðjur til Lalla.
-Gaman að heyra frá ykkur, Íris frænk og Arnar frænds, hlakka ekkert smá til að sjá ykkur í laufabrauðinu og hver veit nema að ég gefi ykkur auka knús fyrir kommentið.
THAD ER S.S. THAD FLOTTASTA. ALLTILAGI THA, EG ER HVORT SEM ER AD HAETTA...
EG SA AD THU ERT BARA I VIKU HEIMA A MEDAN EG ER. VID VERDUM BARA AD NYTA HANA VEL...
KOSSAR OG KNUS
THORHILDUR
P.S. EG ER EKKI AD OSKRA THO THAD SEU STORIR STAFIR, TAKKINN ER FASTUR!
Post a Comment