Tuesday, February 15, 2005

Riddari götunnar

er ég, Matthea Sigurðardóttir, sem geystist um hraðbautir Jótlands eins og vindurinn. Ástæðan: Dagný Skúladóttir, spila-, handbolta- og almennur snillingur þurfti að ná flugi til Þýskalands. Tinna diskódrottning bættist í hópinn í Horsens sem sérlegur leiðsögumaður. Ferðin gekk ótrúlega vel, röngum beygjum var haldið í algjöru lágmarki..þó það dytti alveg inn að maður færi óvart til hægri þegar átti að fara til vinstri og svona.. En þetta gekk og það er bara gaman að því!

3 comments:

Anonymous said...

Lof mér að koma með eitt sýnisdæmi:
Tinna að gefa Möttu ferðaleiðbeiningar::

T: "Svo ferðu áfram fram hjá blómabúðinni og beygir til hægri hjá pöbbanum"....
M: "Já ok...beygi til hægri hjá blómabúðinni og svo til vinstri hjá pöbbanum"....

Finnst einhverjum skrítið þó Matta hafi tekið vitlausa beygju hér og þar???!!! hehe

Þú ert bara snillingur Matta mín, það var yndislegt að hitta þig og kjafta smá, hef aldrei verið svona "fljót" að keyra til og frá Billund!!! ;o)

kveðja Tinna

Matta said...

Já það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að læra á sjálfan sig, fyrst uppgötva ég að ég kann ekki að raða í uppþvottavél, og svo kemst ég að því að ég er áttavilltari en allt! Usssussuus, ég vil kenna hinni miklu fötlun minni, að vera örvhent, um þetta, þar allavega alltaf að hugsa mig um í sb. við hægri/vinstri..svo get ég nú ábyggilega fundið leið til þess að tengja saman örvhentina og uppþvottavélarfötlunina ;)
En takk fyrir samveruna í gær elsku Tinna mín, það var frábært að kíkja á ykkur, horfa á Idolið og spjalla. Næst kem ég þegar Emelía Ögn er heima og fæ kannski að prófa nýja eldhúsið hennar ;)

Anonymous said...

Ó já þó það nú væri elsku Matta mín..ég er viss um að þið Emelía getið töfrað fram einhverja dýrindismáltíð í eldhúsinu hennar... og þið þurfið ekki einu sinni að raða í uppþvottavél á eftir, ég skal bara vaska upp!! hehe
MVH.Tinna