Saturday, February 19, 2005

Eilífðar Beyglur?

Tími: sunnudagur seint í júlí
Staður: Beygluhúsið á Laugavegi
Þátttakendur: Fjórir einstaklingar sem stundum kjósa að kalla sig "vinahjón"

Eftir að hafa pantað sér beyglur í stíl við útlitið þennan sunnudaginn og fundið sér sæti (sumir vilja tryggja sér sæti stutt frá salerni, aðrir þar sem hægt er að fá frískt loft, enn aðrir halda því fram að þeim sé alveg sama, því þeir verði aldrei þunnir...) spá vinirnir í framtíðina. Á þessum tímapunkti er ljóst að einn einstaklinganna er búinn að fá skólavist í Danmörku og allt bendir til þess að annar flytji líka til Dk, en óvíst er með tilgang þeirrar ferðar. Tveir úr hópnum fölna þegar framtíðina ber á góma og beita allri sinni orku í að láta tímann standa í stað (...og ef það gengur ekki, þá troða e-h upp í þá sem spurja slepjulega "og hvað ætlar þú svo að gera í haust?"). Árangur alls veltings á vöngum fjórmenninganna þennan sunnudag var ekki mikill og lausn við gátu framtíðarinnar var leitað í stórum ís í brauðformi, eins og svo oft áður.
Nú standa málin þannig að 3/4 hlutar hópsins eru brátt búsettir í danaveldi og 1/4 í Frakklandi...en spurningin er: Erum við einhverju nær því hvað við ætlum að verða þegar við erum orðin stór?

7 comments:

Herra Þóri said...

Ne-hei!

Héðinn said...

Hlátur. Gott blogg. Neibbs, erum engu nær. Vona að við verðum aldrei stór og að vona að verðum aldrei neitt ákveðið heldur óútreiknanleg og laus í rásinni...

Anonymous said...

Sko, mér sýnist að vandamál þessara vinahjóna sé fyrst og fremst aðferðafræðilegs eðlis. Það dugar ekki að leita svara við áleitnum spurningum með því að borða ís. Það er vitað mál að besta (og í raun eina) aðferðin við að finna svör er að leggja sig. Eins og sagt er: "Ekkert vandamál er svo stórt að það lagist ekki við að leggja sig í klukkutíma eða svo".

Þá er annað. Spurningunni um Lífið, Alheiminn og Allt hefur þegar verið svarað. Svarið er 42.
Bragi

Anonymous said...

uffff!!! mer finnst tessi spurning um hvad mar aettlar ad vera thegar mar er ordin stor.. ekki skemmtileg..

matthildur sem er engu naer!!

irusvirus said...

Meiri ís

Anonymous said...

Halló
Best að kvitta fyrir sig hér. Ég kíki oft inn á bloggið þitt og hef mjög gaman af. Alltaf jafn gaman að lesa ruglið í þér. (")
Löv
Alda eldgamla skólasystir frá Laugarvatni.

Dilja said...

líður svo vek eftir að ég fékk svarið við spurningunni um lífið!!

nú er bara að finna út hver stærðfræðiformúlan er... tjekka á Pétri fljótlega hahhaha

já hlédís þú ert FEIT!!