Saturday, February 12, 2005


Í gær fórum við nokkrar saman að mála bæinn rauðan. Kvöldið hófst á Ítalíu þar sem mál-og heyrnarlausi þjónninn fór allt í einu að syngja og einbeitti sér sérstaklega að okkar borði. Hann skildi alls ekki af hverju við vildum ekki fara á djammið með súperslepjulegum og hallærislegum vinum hans, en næst lá leiðin á den hoje. Þar kom í ljós að Rasmus er hættur að vinna...en ég læt það sko ekki stoppa mig! Þegar nýji staðurinn "Súkkulaðiverksmiðjan" þótti full kannaður fóru sumir heim en aðrir á den sidste! Skemmtilegt kvöld. Þarna erum við allar; Oddný, Matthildur, ég, Erla, Ragnheiður, Harpa og Diljá. Posted by Hello

1 comment:

irusvirus said...

Den Hoje og Rasmus, sennilega einu örnefnin í Árósum sem ég kann. En það er hræðilegt að Rasmus sé hættur að vinna. Þú verður að þefa manninn uppi!
Hvenær kemurðu svo til Köben beibí?
Kyss kyss
-Íris