Monday, February 14, 2005

Hmmm...

Á laugardaginn var ég boðin í veislumat til fósturforeldra minna. Hrabba galdraði fram rækjukokteil í forrétt, fahitas í aðalrétt og ávaxtasúkkulaði og ísrétt í eftirmat...mmmmm
Svo spiluðum við Stikord og þó svo að við Viktor stæðum okkur eins og sannar hetjur, unnu þær systur Dagný og Hrabba, enda miklar keppnismanneskjur þar á ferð!
Húsfélagið á Velby center vej tók fyrir ákveðið mál sem brunnið hefur á fólki um hríð. Eftir löng fundarhöld varð niðurstaðan sú, að sambúð okkar fjölskyldunnar gengur mjög vel, og ekki stendur margt í vegi fyrir því að allir geti lifað í sátt og samlyndi. Einn hængur er þó á og á honum verður að taka hið snarasta ef ekki á illa að fara...nefninlega er ég, fósturdóttirin, fýlupúkinn og tveggjamannakapalspilasjúklingurinn...alveg einstaklega fötluð á því sviði að geta aldrei munað að setja hverja hnífaparategund í sitt hólf í uppþvottavélinni...ég viðurkenni hér með vanmátt minn á þessu sviði og vona að ekki sé of seint að bæta fyrir mistök mín !
Annars fékk ég aldeilis að finna fyrir því að danir lamast algerlega þegar fyrsta snjókornið fellur til jarðar og samgöngur eru lagðar niður. Strætóbílstjórar bresta í grát og fólk gerir sitt besta til að keyra á gangstéttunum eða þvert á veginum...
Ég fer í tungumálaskólann á fimmtudaginn, spennandi að vita hvernig það fer.
Læt vita

1 comment:

Anonymous said...

Maaatttttttaaaaa. Blandaðiru hnífapörum í uppþvottavélinni?? Það er ekki gott mál.

Bragi