Saturday, February 26, 2005

Af tölvum, tónleikum, flóttamönnum, Kidda ofl...

Kæru hálsarnir mínir, stórir og smáir. Nú er langt um liðið síðan síðasta blogg leit dagsins ljós og það er sko ástæða fyrir því. Sú ástæða er Nýherji..eða þeas sá eða þeir starfsmenn sem hafa blóðmjólkað mig við að þykjast gera við tölvuna mína. Ég hélt að þegar ég náði í tölvuna í viðgerð í þriðja sinn á nokkrum mánuðum, væri hún loksins komin í lag og hætt að stríða mér. Það var sko aldeilis ekki og nú er svo komið að ég get ekki bloggað, opnað póstinn minn, né önnur forrit...helst að msn-ið virki, en það er bara tímaspursmál hversu lengi það hangir inni.
Ég finn mig því knúna til að biðja Nýherjastarfsmanninn sem nú er sennilega að reykja vindil í sólstofunni sinni að drepa í honum og gera annað af þessu tvennu:
a) éta úldinn hund
b) úldna
Nú er ég að blogga úr tölvunni hennar Diljáar sem fékk hæli hjá mér um stund sem flóttamaður! Meira um það á eftir.
...Ég hafði hugsað mér að þegar ég kæmist í að blogga myndi ég kannski tala um skólamál sem eru vonandi að glæðast, það, hvernig ég fann danska grund titra af gleði þegar Þórir Kjánaskott steig á hana í gær, eða þegar hópur lítilla araba hertóku strætó, flautuðu og opnuðu og lokuðu hurðinni (á fólk) þar til strætóbílstjórinn snappaði og hringdi á lögguna (spurning um að læða nokkrum búrhnífum í töskuna sína áður en maður hættir sér í strætó)...en allt þetta verður að bíða betri tíma, því nú er allt að gerast!

Í gær fór ég á tónleika með Tim Christiansen með kollegienu mínu. Það var mjög gaman, bæði að fara með þeim og að heyra og sjá þennan frábæra tónlistarmann á sviði. Ég fékk mér nokkra bjóra og dillaði mér svo í takt við tónlistina, en verð þó að viðurkenna að þrátt fyrir að ég telji mig vera smá saman að ná dönskunni, þá skildi ég ekki baun í grínistanum sem skemmti á undan tónleikunum (samt fannst nokkrum félögum mínum af vistinni þeir verða að reyna að sannfæra mig um að þetta væri sko EKKI fyndnasti uppistandari Danmerkur).
Ég kláraði þó ekki tónleikana því Matthea hin meðvirka fór í panikk þegar Diljá mín sendi sms um að geðsjúki íranin sem leigir með henni, væri búinn að stela tölvunni hennar Heke úr íbúðinni, þær búnar að læsa hann úti og flýja til nágrannanna með allt sitt hafurtask. Íranska mafían væri búin að parkera drossíum fyrir utan íbúðina og nágrannarnir væru að hópa sig saman í hræðslu sinni! Ég stökk af stað og hitti Dillí mína sem var þá orðin slök í partýi með skólafélögunum eftir að hafa fengið breska fylgd út úr húsi sínu. Við skelltum okkur á Skjoldhoj þar sem við horfðum á Desperate Housewives fram á morgun.
Litlir fuglar vöktu okkur í morgun með þær fréttir að Kiddi sætasti klipparinn í DK væri kominn yfir hæðina...beint frá Köben og stefnum við að því að mála með honum bæinn...amk bleikan!
Kannski verður bið á bloggi...kannski dettur msn-ið út fljótlega, kannski förum við á þorrablótsball í kvöld, kannski er svarið við öllu 42 (eins og Bragi vill meina) en eitt er þó víst...ég kem heim 20. mars og geri þær kröfur á ykkur, kæru lesendur, að þið hugsið til mín daginn eftir...þegar ég verð 28 år gammel og ef þið viljið minnast mín..ekki senda blóm og kransa til Nýherja.
Yfir og út

2 comments:

Gulli said...

Samræming Matta, samræming, við þurfum að læra að samræma okkur. Hvað er ég svo að fara til Jótlands þann 22. mars? Kjánalegt og ég er ekki einu sinni Kjáninn!!!... úff, ferðu svo aftur út kannski þann 28. mars - daginn sem ég fer heim til mín.

Eigum við þá kannski að hittast á Elliheimilinu þegar allir flugpunktar eru búnir og við komin á svarta lista hjá öllum flugfélögum?

Það er nú annars bara gott plan...

Anonymous said...

Hlakka mikið til að fá þig heim elsku litla sisss, vona að þú verðir einhvern tíma hjá okkur í sveitinni.
Koss
RS