Dagur frá helvíti:
Hann byrjaði á því að ég svaf yfir mig á stefnumót okkar Diljáar við Sprogskólann. Með stýrurnar í augunum hentist ég út og kom við í hraðbanka. Þá vildi bankinn ekki sjá neitt af kortunum mínum og ég hljóp því titrandi af pirringi í skólann. Þar kom í ljós að við Diljá værum dottnar af listanum því við mættum ekki í janúar, þó að ég væri búin að segja kennaranum að ég yrði fram í febrúar á Íslandi. Röðin inn til kennarans var á lengd við Kínamúrinn svo ég dreif mig út til að ná í strætó...en missti náttúrulega akkúrat af honum. Geislaspilarinn minn var batteríislaus, nettengingin fraus og dvd spilarinn er bilaður. Hvers á ég að gjalda!?!
Það er saumó hjá okkur Frímanni og Diljá á Englinum í kvöld..eins gott, annars myndi ég kuðla þessum degi saman og troða honum...
3 comments:
saumó skjaumó, ég þurfti bara að tala ensku við kanadamenninna allt kvöldið og fékk engar fréttir í æð...
Jæja, fyrst DVD spilarinn er bilaður og nettengingin er niðri er ekkert því til fyrirstöðu að þú farir að læra. Svona nú, áfram með þig.
Bragi minn, er þetta samviska mín sem talar...?
Post a Comment