Í stofunni hjá fósturforeldrum mínum sit ég nú og blogga eftir frábært spilakvöld með famelíunni og flóttamanninum Diljá. Rosa gaman og gott að vera komin aftur heim til Hröbbu minnar og Viktors. Hrabba er aðal gellan í sjónvarpinu og blöðunum hérna, enda átti hún góðan leik á laugardaginn þrátt fyrir tap :(
Í síðustu færslu nefndi ég að við Kiddi ætluðum að mála bæinn bleikan... við máluðum hann, ójá, alveg eldrauðan og höfðum gaman að. Um næstu helgi verð ég í Köben og þá er aldrei að vita nema við skellum okkur á djammið þar í borg einnig.
Diljá fær íbúðina sína aftur á morgun því hálfnakta hurðarhúnaírananum verður hent út um hádegið og læsingunum skipt út.
Ég held bara áfram að stelast í annarra manna tölvur þegar ég vil blogga, mín er ekkert að skána.
Una átti afmæli á föstudaginn..til hamingju ezkan.
No comments:
Post a Comment