...þá fer 12-an ekki frá Risskov niðrí bæ! Hún fer heldur ekkert nálægt bænum, hún heldur bara áfram að keyra út í buskann þangað til maður hættir að kannast við sig..og þá keyrir hún alveg í hálftíma lengur og leggur svo bara einhversstaðar úti í kanti og það er endastöðin, allir út!
Þar (á hjara veraldar) er ekki auðvelt að fá annan strætó sem fer niðrí bæ..ó nei, þeir koma kannski bara á hálftíma/klukkutíma fresti, og jafnvel seinna ef það er snjór eins og í dag.
Þá þarf maður að labba, verður blautur í fæturna, er búinn að hlusta þrisvar sinnum yfir grútleiðinlegan geisladisk sem maður er með í eyrunum (ekki bókstaflega samt) og langar ekki lengur að smæla framan í heiminn.
Svo, kæru vinir, ef þið þurfið að fara frá Risskov og niðrí bæ...ekki taka 12-una!
No comments:
Post a Comment