Tuesday, March 01, 2005

Hefndin er sæt...

Á vistinni minni er stelpa sem er sennilega eins sú allra leiðinlegasta týpa sem ég hef kynnst. Hún hefur hingað til notað hvert tækifæri til að gera lítið úr mér og ergja mig á allan hátt. Öðru hverju kemur hún þó sterk inn (bauð okkur t.d öllum á tónleikana á föstudaginn) en það er afar sjaldan.
Í gær var húsfundur hjá okkur sem hún stjórnaði. Fundurinn fór fram á dönsku, sem mér fannst allt í lagi svo lengi sem allir töluðu hægt og rólega. Allir gerðu það nema hún. Hún byrjaði á því segja að blómin á efri hæðinni væru gul og fölnuð og það væri ekki nógu gott. Hún bætti því við að ég ætti að sjá um að vökva blómin og hefði ekki staðið mig í því...þarna var ég að heyra í fyrsta skiptið að vökvunin væri mitt hlutverk. Ég er flutti inn í herbergið mitt í byrjun nóvember...auðvitað eru blómin hálf dauð!!!
Hún hefur oft haft tækifæri á að segja mér þetta en beið greinilega með það svo hún gæti gert það yfir alla vistina og látið mér líða eins og asna. Strax eftir fundinn fór ég upp að vökva blómin og hún stóð fyrir neðan og sagði mér að ég yrði að passa mig að hitta í pottana, því annars sullaðist vatnið niður á næstu hæð...REALLY (er ég 5 ára...hún heldur það greinilega).
Mér tókst að vökva beint ofan í alla pottana þar til ég kom að þeim síðasta. Þá var ég nýbúin að fylla á garðkönnuna og reyndi að vanda mig eins og ég gat..margir ennþá frammi eftir fundinn og frk. pirrandi stóð beint fyrir neðan, þá gerðist það... höndin á mér skaust fram og ég sullaði óvart hálfri garðkönnunni beint ofan á hausinn á "óvini" mínum... Þetta var mjög fyndið en alveg óvart..hún leit hægt upp með rennblautt hárið og gat ekki annað en hlegið líka því allir sem sáu þetta fóru að hlægja! Mér fannst þetta auðvitað mjöööög leitt
Í dag líður mér betur en oft áður ;)

4 comments:

Gulli said...

He he, óvart, einmitt...

Anonymous said...

Matta, þú ert svo þroskuð og dugleg í lausn ágreiningsmála. Ég dáist að þér.
Bragi

eibba said...

hehehehihihihi...mikið er ég stolt af þér...hún ætti að þegja eftir þetta. Ef þú gerðir þetta óvart þá hlýtur undirmeðvitundin að hafa tekið völdin :)

Anonymous said...

Takk Eivor mín, fyrir stuðninginn.
Já það var kominn tími til að undirmeðvitund mín stæði með mér og tæki þátt í ómeðvituðum en langþráðum (og þroskuðum, Bragi Freyr) hefndaraðgerðum!
Matta