Þegar þetta er skrifað sit ég í herberginu "mínu" hjá Hröbbu minni og Viktori og er að fara í háttinn. Ég er alveg hætt að getað bloggað úr tölvunni minni en mér er alveg sama...það er svooo stutt þangað til ég kem heim. Ég hef haft nóg að gera þessa síðustu daga fyrir heimferð og pælt í mörgu tilgangslausu, (varúð, inniheldur einnig strætópælingar) t.d:
-hvað það er miklu meiri árás á persónulega rýmið manns þegar e-h stendur þétt upp við sætið manns í strætó þegar nóg er af auðum sætum..allt annað en þegar strætóinn er fullur
-að það tekur akkúrat jafn langan tíma að raula innra með sér "Vísur Vatnsenda Rósu" og að fara niður alla rúllustigana í Salling
-að skólastofa sem er full af nemendum og kennurum sem tala annað tungumál en maður sjálfur er fullkominn vettvangur til að skrifa smásögur..róandi skrollandi "err" gefa manni innblástur í alls kyns sögur
-að ég get fengið nóg af öðrum kaplinum sem er í tölvunni minni...jább... eftir 3 ára stanslausa kapalkeppni við tölvuna, er ég búin að fá nóg.
-að einn daginn hljóti tíminn að vinna á móti mér. Ég á eftir að þvo og pakka öllu niður, vera í skólanum allan daginn, kíkja á Möttu og Stulla og kveðja þau, helst sjá sirkussýningu í leikskólanum hjá Dísinni okkar allra, Viktoríu, gera mig sæta og fína (gæti tekið sinn tíma) og ekki má nú gleyma að vökva blómin á kollegienu (hehe) allt fyrir hádegi á laugardaginn þegar ég stíg upp í lestina til Köben til strákanna minna allra.
-að ég á bestu fjölskyldu í öllum heiminum sem ætlar að fjölmenna á flugvöllinn til að berja mig...augum þegar ég stíg á íslenska grundu á sunnudagskvöldið. Nema auðvitað minn betri helmingur sem liggur fársjúkur á spítala :(
-að það kostar um 10.000 að fljúga frá Billund til Parísar...og það vill svo vel til að ég bý rétt hjá Billund, Ásdís býr í París og okkur Hröbbu er farið að langa mjööög í kellingaferð til Frakklands...
Ég kem heim á sunnudaginn, veiii
Bless í bili