Sunday, March 13, 2005

Helgin

Nú er helgin alveg að verða búin. En það er allt í lagi því þá styttist í næstu helgi. Jibbí!
Þessi helgi var mjög góð. Ég var heima á föstudagskvöldið að lesa, mála og spjalla við fólk á msn og sms...ekki í partýinu hér frammi sem náði hámarki eftir miðnætti þegar fólk fór að syngja gömul dönsk þjóðlög á háa c-inu.
Á laugardaginn fór ég á leik hjá Hröbbu ásamt Viktori, Viktoríu, Davíð, Diljá og Galdri Mána. Þegar leiknum lauk var ljóst að annað liðið hafði unnið en burtséð frá því er ég alltaf jafn helv... stolt af henni Hröbbu minni, hún er best!
Frá leiknum fór ég svo til Dillí minnar (stundum kölluð "Dil-já, ég er alltof feit"). Þar var Sara stuð mætt á svæðið frá Óðinsvé og fljótlega bættist Guðný Jóna í hópinn en hún flaug svo rosalega á hausinn þegar hún hjólaði að heiman að hún fór í kollhnís í loftinu og þegar hún lenti náði hún að hugsa um það hversu vel hún hafði sloppið, þegar hjólið lenti á hausnum á henni...
Diljá eldaði æðislegan mat handa skaranum og svo bættist Matthildur í hópinn og við horfðum á íslenska Idolþætti sem Diljá hafði fengið að heiman. Frábær skemmtun.
Í dag fór ég með Evu Sonju og Ástu á Aros að sjá fréttaljósmyndasýningu ofl. Eftir það fórum við á tvö kaffihús (við þurftum að spjalla svo rooosalega mikið) og svo til Hröbbu minnar og Viktors þar sem valtað var yfir mig í spilakeppninni...ég verð að ná mér á strik áður en ég fer heim í páskafrí :/
6 dagar í heimferð...

4 comments:

Anonymous said...

Hei..hvenær ætlarðu að koma í heimsókn til mííííín????
Hilsen Tinna

Anonymous said...

Yndið mitt!!!
Hvernig væri að ég kæmi í Horsensheimsókn í apríl...? Ég kem með ylvolgt slúður frá Íslandi, kannski harðfisk, appelsín og nóakropp!
Matta

Thorhildur said...

hei miiig langar i hardfisk, appelsin og noakropp. nema eg myndi ekki borda noakroppid eda drekka appelsinid thvi eg er heilsufrik sem syndir 1300 metra a dag (bara einu sinni reyndar) og drekk bara sodavatn med sitronu. ergjandi?

Anonymous said...

Ókei, ég samþykki það... og ég læt þig sko standa við það!! hehe
Góða ferð dúllan mín og hafðu það gott á Íslandi.
Bið að heilsa Kentucky!!
Hilsen Tinna