Monday, March 07, 2005

Köben

Ég fór til Köben um helgina til að hitta Hésann minn, Kidda og Þóri. Þeir voru hýrir og kátir að vanda.
Við tókum föstudagsdjammið snemma og hættum líka snemma, svo var setið á kaffihúsum, fengið sér öl og þegar ég segi öl þá meina ég bjór, skot, breezer, rauðvín og hvítvín og þegar ég segi setið á kaffihúsum meina ég auðvitað börum og diskótekum...
Matarboð á laugardaginn, vatnspípa, símaöt og söngur, hlátur og rosaleg gleði.
Ef hláturinn lengir lífið, hef ég grætt nokkur hundruð ár eftir þessa helgi.
Kiddi lýsir henni ágætlega á síðunni sinni.

No comments: