Mötturnar tvær, Diljá og Hrabba fóru í bíó í kvöld. Meet the fockers var ræma kvöldsins og er hún barasta ágætis afþreying. Ekkert óborganlega, en við hlógum alveg oft hátt og mikið. Eftir bíóið fór ég hingað heim til fólksins míns, Hröbbu og Viktors, þar sem ædolið mitt, Viktor Hólm tók nokkra slagara..uppklappið var hittið hans "þegar ykkur langar"...ekki slæmt það, aðrir tónleikarnir mínir á nokkrum dögum (á föstudaginn Tim Christiansen, í dag Vikki Hólm).
Við Hrabba tókum nokkra kapla og haldiði ekki að ég sé undir í baráttunni þessa stundina, enn er von, en eins og Anja Andersen segir "maður vinnur ekki silfur, maður tapar gulli"...ég hef ekki sagt mitt síðasta í þessari kaplakeppni okkar Hröbbu!
...ég hefði alveg getað haft þessa færslu með strætósögunni hérna áðan, en hver færsla telur..er það ekki Eivor mín?
Keppnis, keppnis....!
1 comment:
Jú einmitt þú ert greinilega komin með tæknina á hreinu og þá verð ég að fara að vara mig :)
eibba
Post a Comment