Friday, March 11, 2005

Að búa í "úthverfi" er góð skemmtun!

Ef maður vill vera Pollýanna og rýna í björtu hliðar þeirrar staðreyndar að maður þarf að taka strætó heim til sín, kemur í ljós að oft er það bara smá fyndið!
Í dag uppgötvaði ég:
-að það styttir biðina eftir strætó ef maður hefur tækifæri á að horfa á íþróttadverg í fullum skrúða tala í símann í strætóskýlinu á móti
-að þegar maður hefur verið alinn upp við að góna ekki á dverga og horfir því bara svona út undan sér á hann, finnst manni smá skrítið að sjá gamlann kall pikka í gömlu konuna sína og benda á dverginn og hlæja
-að sjá gömlu, grettnu flækingskonuna sem situr alltaf við gluggann á Burger King, ganga framhjá strætóskýlinu með vinkonu sinni (og fatta í leiðinni að hún átti aldrei sjens hjá mér, ég var oft búin að vorkenna henni fyrir að sitja alltaf ein við gluggann og var viss um að hún ætti enga vini)
-það er svipuð tilfinning að missa rétt svo af strætó og að koma of seint í bíó (jább hef sko pælt mikið í þessari pirrings/vonbrigðatilfinningu)...en nú er ég greinilega hætt að rýna í björtu hliðarnar svo nú er upptalningunni lokið í bili :)

7 comments:

Anonymous said...

matta eigum við að rifja upp akkuru ég hætti að taka strætó.....
1. þegar strædóinn villtist, 3urin á leið NIÐUR bústaða veg, klukkan að detta í 22:00 og hléddan að verða/orðin of sein í vinnuna. tekur hringinn hjá borgarspítalanum og svo bara aftur brumm....beinustu leið aftur uppí mjódd....bílstjórinn fattaði það loks og brunaði beint inní einhvern botlanga til að snúa við en festist....ekki spurja...p.s. maður getur ekki sagt "sorry ég kem of seint strætóinn villtist"!!!
2.skipti þegar ég í sakleysi mínu stóð upp fyrir gömlum manni(með göngugrind án gríns) í troðfullum strætó...en uppskar fyrir vikið "lít ég út fyrir að vera það gamall að geta ekki staðið undir sjálfum mér!!??" og svo jós hann yfir mig hvers konar djöfulssins dóni ég væri að bjóða honum sætið.....hef ekki verið kurteis síðan.....lov yu (diljá veit að ég hefði kenski bara átt að blogga um þetta sjálf....:))

Dilja said...

nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér. Gott er að vera léttur í lund, gott er að vinna blogg-keppn-ina!!!

oh datt í það í gær og endaði ein með kebab menu á ali baba í nótt, óglsa segghsy

Anonymous said...

er uthverfi fint ord yfir "ut i rassgati"?

Annars er commentakerfid hja ther crap, maeli med einhverju odru, veit bara ekki hverju.

kossar
thorhildur

Anonymous said...

Sko Þórhildur mín þá væri ráð hjá þér að koma að heimsækja mig áður en þú talar um rassgöt í mín eyru...plús það að Ástralía er aðeins lengra í rassgati en Brabrand ;)
Kommentakerfið mitt er fínt eins og það er (auk þess kann ég ekki að skipta) og það er barnalegt að hefna sín þegar ég er búin að gagnrýna þitt kommentakerfi...og hana nú!
Diljá, þú ert fyllibytta og Hlédís...gamalt fólk getur verið grimmt (það bendir t.d á dverga og öskrar á mann í strætó)
Matta

Anonymous said...

Matta min, eg er bara ad halda i hefdina og skjota a thig thegar thu skytur a mig. Hvernig getur Dilja annars verid Hledis?

Eg fila ekki gamalt folk. Fila reyndar hvorki gamalt folk ne dyr. Gamalt folk tekur eilifd ad tina upp ur innkaupakorfunni thegar thad er fyrir framan mann i rod og dyr eru eitthvad svo outreiknanleg.

eg er sammala thvi ad astralia se uti i rassgati. cobar er sem sagt i rassgati i rassgati. Ljott er thad (hrollur)

Anonymous said...

það sem matta ætlaði að segja var að Diljá vildi vera með rass eins og hlédís......einhvað búið að bjagast....:)
Og ef þú fílar ekki gamalt fólk né dýr þórhildur.... en hversu thöfff er að eiga gamalt dýr???
undir og inn
-hlé

Dilja said...

ég ætlaði e-ð að rífa kjaft hérna en svo finn ég ekkert til að skrifa hérna hjá mér. Jú mikið rétt ég vil koma því á framfæri að mig langar mikið til þess að vera með rass eins og hlédís, en ef svo væri væri ég stanslaust að klípa í rallann minn því hann væri svo ómótstæðilegur.
já núna er ég í skólanum og nenni ekki að vinna en deadline-ið nálgast ég verð að gera e-ð. Kannski ætti ég bara að skrifa um blogg og komment?