Thursday, February 17, 2005

Í kvöld voru vendipunktar í lífi mínu!

-Ég og samherji minn frá Uzbekistan, burstuðum Frakkland og Bretland í fótboltaspili í sprogskólanum í kvöld.
-Ég fékk að tjá mig í tíma, á dönsku auðvitað, um afsögn Henriette Kjær og hvað mér finndist nú um það...
-..þar kom að tveimur veikum punktum í sálartetri Mattheu, dönsku og pólitík
-Ég sá lítinn Goth strák, allan pinnaðan í framan, með svart sítt hár og hvítt andlit, koma ferskur og töff inn í strætó, en bílstjórinn sá hann ekki og lokaði hurðinni á gæjann sem festist og keyrði nokkuð langt áður en vinir litla gothstráksins náðu andanum af hlátri og gátu látið vita af honum...og hann guffaðist niðurlútur til vina sinna, þetta gerist bara þar sem fólk fer inn í strætó að aftan!
-Ég þurfti að tjá mig, í skemmtilegu spili, um það hvort ég myndi vingast við leiðinlegan nágranna minn sem ætti sundlaug, ef ég ætti von í að fá að nota sundlaugina hans. Ég sagði "nei" til að freista þess að vinna spilið, en auðvitað myndi ég gera það, enda fölsk með eindæmum ;)
-Ég skrifaði smásögu um fyrirbæri sem við berum (flest okkar allavega) en pælum sjaldan í og sjáum ekki eftir þó að vanti, nema það fari í miklu magni...

-Ég er næstum hætt að fá komment á síðuna mína og langar rosalega að biðja ykkur sem kíkið við að kommenta svo ég haldi nú allavega að e-h lesi þetta bull mitt!

11 comments:

Anonymous said...

Matta, það er of needy að biðja um komment á bloggsíðuna sína. Ég les aldrei þetta helvítis bull hvort sem er.
Bragos de la Hoya

Anonymous said...

eg les alltaf bullid i ter ljufan min,,

knus Matthildur

Anonymous said...

Hæ Matta mín, það er með eindæmum hvað það er gaman að fylgjast með lífs-ferli þínum í Danm. Það er búið að bjarga mörgum dögum hjá mér og ég segi bara - haltu áfram - svo ég geti haldið áfram að útskrifa pillur og stíla...koss og knús frá móðu

irusvirus said...

Og hvað sagðirðu um Henriette Kjær? Ég er einmitt búin að hugsa mikið um þetta mál. Eina ástæðan fyrir því að mér finnst rétt að hún sagði af sér er að hún sagði af sér. Maður er ekki með nógu sterk bein í nefinu til að vera stjórnmálamaður ef maður segir af sér af því að karlinn dröslaðist ekki til að borga einhverja reikninga. Upp á einhverja tugi þúsunda danskra króna. Við erum að tala um smápeninga. Og svo fer hún í panik og vælir um að einhver vina hennar hafi lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Alvöru stjórnmálamaður hefði sagt: Ég er svo upptekin af að sinna starfi mínu sem stjórnmálamaður að ég hef látið fjárhag heimilisins í aðrar hendur, prumpað á fjölmiðla og haldið starfi sínu áfram.

irusvirus said...

eins og ekkert hefði í skorist!

irusvirus said...

Heirðu, mér finnst nýja uppröðunin á linkunum þínum alveg rosalega fín. Ég er líka alveg hæstánægð með að tróna á toppnum með Unu. En vá hvað Una er heppin að heita Una.

irusvirus said...

Heirðu! Athugasemd, athugasemd. Í veraldarvefsvafraranum mínum er Íris styttra en Una!

Anonymous said...

Ég les, alltaf!

Luv, Una

Héðinn said...

Ég les uppáhaldsdruslununa mína og hef gaman að... Langar meira að segja að keppa við Írisi um fjölda kommenta. Kiss H

Anonymous said...

nei sko Matta min..

11 commentid ad berast...

Fullt af folki sem elskar tig

matthildur

Anonymous said...

Híhíhíh...takk elskurnar, þessi komment ykkar ylja mínu kalda, danska hjarta og hvetja mig áfram í bullinu.
Braginn minn, ég er sennilega með x-kynslóðar afbrygði að athyglissýki með því að reyna að finna út hverjir fylgjast með mér á rafrænu formi, og er því alveg sama hversu needy ég kann að virðast, ég hef oft gengið mun lengra en þetta til að vekja á mér athygli með misgóðum árangri eins og þú veist ;)
Takk takk takk!
Matta