Tuesday, March 01, 2005

Gömul speki en sönn!

Vissuð þið að orðin "tómatamót" og "raksápupáskar" er hægt að segja eins bæði afturábak og áfram?

7 comments:

Gulli said...

Mikið að gera í Danmörku? Eru fleiri svona orð? Kannski einhver á dönsku?

Dilja said...

oh matta ég sé svo í gegnum þig!!!! hhahahhahah

Anonymous said...

annabarasúhásasáhúsarabanna

svona orð kallast palindrome

irusvirus said...

Í íslenskutíma í 9. bekk sagði Maggi Svarti að við nemendurnir ættum að finna svona spegilorð í íslensku. Undir lok tímans sagði hann að það væri til eitt íslenskt spegilorð sem eru 11 stafir og kvað hann það vera það lengsta. En hann vildi ekki segja okkur hvaða orð það var. Í 14 ár hef ég velt fyrir mér hvaða orð þetta gæti verið. Nú er Maggi er dáinn, rétt eins og Baden, og engin leið að finna svarið. En þú Meistari Matta ert búinn að leysa mig úr fangelsi íslenskra spegilorðahugaróra með 13 stafa orði. Takk! Ég stend í ævilangri þakkarskuld við þig.

Anonymous said...

hér er annað palindrome:
írakabakarí

bragi

Anonymous said...

Híhíhíhí...þetta er gaman. Og ef einhver dregur þá ályktun að Bragi hafi lítið að gera í vinnunni, þá er það rangt..hann talar alltaf í palindrome orðum (og blístar s-in í leiðinni)
Matta

Anonymous said...

Ég vissi þetta ;)

Luv, Una